Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 21
LÆKNANEMINN
21
Þjóðernisstefna biður aðeins um, að einstaklingar þjóðar séu það
sjálfstæðir, að þeir reyni að velja og hafna að eigin viti, þar sem
múgurinn lætur aðra um þetta, lætur mata sig á allskyns ómeti; m. ö.
o. að fólkið sé sjálfstætt fólk. Hún biður um að fólk einnar þjóðar ráði
sjálft þróun sinni, að því leyti er má; það er hið eina.
Ýmislegt bendir til að íslendingar vanmeti sjálfstæði sitt; sem
dæmi má nefna, að hver þykist góður, sem svíkur undan skatti, stelur
frá ríkinu. Ef Island á að vera sjálfstætt ríki sjálfstæðs fólks í fram-
tíð, verðum við að leggja talsvert á okkur.
#
Svo virðist sem Guð vilji, að mannkynið bjargi sér sjálft. Er það
og gott. Þá hefur það þó viðfangsefni, og drepst ekki úr lífsleiða á
meðan. En misjafnt hefur þetta gengið og víða um heimskringluna illa.
Fólkið á íslandi er gott kyn. Það sönnuðu forfeður okkar. Þrjú
dæmi: Fyrir einum mannsaldri réðist hópur fólks í ævintýri — hópur-
inn komst fyrir á 1 y2 hektara, ef stóð þétt — og stofnaði sjálfstætt
ríki. Það er sjarmi yfir slíkum kjark. Konur hafa á Islandi verið
kenndar til föður, ekki eiginmanns. Er það merk lífsfílosófia. Islend-
ingar afnámu þrælahald skömmu eftir aldamótin 1100; öldum fyrr en
aðrar þjóðir; voru með því öðru fólki í veröldinni til fyrirmyndar.
íslendingar eiga ekki að vera þiggjendur heimsverkanna einungis.
Þeir geta líka lagt nokkurn skerf til. Þeir eiga að gera íslenzkt þjóð-
félag svo myndarlegt í öllum greinum, að til fyrirmyndar verði öðr-
um. Þeir eiga með því að sýna hinum vanbjarga þjóðum jarðarinnar,
að það er hœgt að bjarga sér sjálfur. Og er það nokkur skerfur.
#
Góðir lesendur.
Þegar þetta fyrsta blað nýrrar ritstjórnar Læknanemans sér Ijós
dagsins, er lítið að sjá, dauf gráskíma mörsugar. En eftir nokkra daga
fer aftur að birta, koma jól — megi þau verða lesendum gleðileg —
kemur nýtt ár — megi það færa farsæld. V. E.