Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN draumaborg í baksýn í sambandi við þann fjörkipp, er kemur í ýmsar framkvæmdir skamma stund á fjögurra ára fresti af mjög svo vel þekktu tilefni og augljósri sýndarmennsku. Forsvarsmönnum lækna væri miklu nær og raunar það eitt skylt að þekkja og vita, hvað þeir vilja skipuleggja og sækja bæði hart og fast. Ég mun koma að því síðar í þessari grein, hvílíkur ábyrgðarhluti aðbúnaður sjúkrahúsanna í dag yfirleitt er, og það vita allir læknar. Ég skal ekki trúa því að óreyndu, að ekki megi skýra þetta fyrir valdsmönnum. Það á ekki að hlusta á neinar afsakanir. Peningar og vinnuafl er til, hefur og enda aldrei skort í loddaraskap og sýndarmennsku. Islenzkir valdsmenn eru yfirleitt óhæfir til sinna starfa, enda flestir komnir í stöður sínar fyrir pólitíska verðleika eingöngu. Þeir, sem ekki hafa vit á því, sem þeir eiga að fást við og nenna ekki að setja sig inn í það, sýna ávallt tregðu, til að breiða yfir einfeldnina. Þetta er alkunnugt lögmál. Það vita allir, hvernig tregða er yfirunnin. Það má ekki lengur viðgang- ast, að manndómsleysi okkar læknanna sjálfra skuli eiga sinn þátt í seinagangi sjúkrahúsbygginganna. Okkur þykir auðvitað leitt að styggja fólk, en hér verður að setja hnefann í borðið. Við vitum hvar skórinn kreppir, og við eigum að virða ábyrgð okkar sem lækna. # Því slasaða fólki, sem Slysavarðstofan þarf að leggja inn á sjúkra- hús, má skipta í þrjá hópa. I fyrsta lagi er um að ræða fólk, sem þannig er slasað, að lækning þeirra krefst útbúnaðar og aðstæðna um- fram það, sem Slysavarðstofan ræður yfir. Þessu fólki gengur yfirleitt vel að koma inn á sjúkrahús, enda verða að vera til fyrir það sjúkra- rúm, hvað sem tautar. I öðru lagi eru svo þeir, sem þurfa aðstoðar sér- fræðinga annarra en þeirra, er vinna á Slysavarðstofunni. Það gengur yfirleitt einnig allsæmilega að koma þessu fólki á sjúkrahúsin, enda þessi tilfelli mismunandi acut. Þá er komið að þriðja hópnum, og er hann stærstur. Það eru slasaðir, sem þyrftu eftirlits um lengri eða skemmri tíma m.t.t. þess, er þeir hafa orðið fyrir, enda þótt ekki komi endilega margt fram við fyrstu skoðun. Hér fer sjúkrarúmaskorturinn að segja til sín. Dóms- og kirkjumálaráðherrann, sem einnig fer með heilbrigðismál, þurfti að vísu ekki lengi að bíða eftir sjúkrahúsvist á s. l. hausti. Þau leynast víða rúmin þegar leitað er með réttu hugarfari og góðum vilja. Læknar leggja þar við drengskap sinn að gera ekki upp á milli sjúklinga, en það reynist hér sem víðar betra að vera séra Jón en bara Jón. Munu og hinir fyrrnefndu seint reka sig á sjúkra- rúmaskortinn, þótt af því gæti verið hið mesta gagn fyrir báða aðila. Hinir síðarnefndu hlaupa hinsvegar ekki inn á sjúkrahús til eftirlits nema af ærnu tilefni. Nú skal það viðurkennt, að skortur er á sjúkrarúmum, en hins- vegar orkar tvímælis, hvort ekki mætti nýta þau betur. Mætti ekki t. d. draga úr innköllunum og ætla slösuðu fólki fleiri rúm a.m.k. meðan á vakt stendur á hverjum spítala. Það er ástæðulaust að leggja sílspikaðar kerlingar inn á sjúkrahús til þess að segja þeim að borða minna, og fólk getur lengi keypt sér víðari skó utan um hallux valgus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.