Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 47
LÆKNANEMINN FRÁ KENNSLUMÁLANEFND Norrænn fundur um kennslu- og framhaldsmenntun lækna haldinn í Gautaborg 7.—8. okt. 1966. Fund þennan sóttu frá íslandi þeir prófessor Snorri Hallgríms- son og Jónas Hallgrímsson, dócent frá Læknadeild H.Í., Ásmundur Brekkan, yfirlæknir frá L.í. og Karl Proppé st.med. frá Félagi læknanema. Fundur þessi var haldinn í fram- haldi af fundi í Helsinki ’64, þar sem til umræðu voru kennslumál og þörfin á aukinni samvinnu Norðurlanda á öllum sviðum læknamenntunar. Var kosin nefnd til að gera tillögur um sameigin- legan grundvöll norrænnar lækna- menntunar, og átti prófessor Tómas Helgason sæti í henni fyrir hönd íslands. Ávöxtur þeirrar nefndar var síðan áðurnefndur fundur í Gautaborg, en verkefni hans var að ræða einkum um sér- fræðingsmenntun, en jafnframt að stofna norrænt kennslumálasam- band. Á fundinum var síðan rætt um kerfisbundna menntun sér- fræðinga og menntun í „medicinsk forskning“, en einnig var stofnað áðurnefnt kennslumálasamband. Eins og sjá má af dagskrá fund- arins eru þetta ekki fundarefni, sem snerta stúdenta fyrst og fremst, heldur miklu frekar kandí- data og lækna í framhaldsnámi, svo og læknadeildir og kennslu- spítala háskólanna. Um „medicinsk forskning" fóru fram umræður, sem athyglisverðar eru fyrir stúdenta; töldu menn nauðsynlegt að strax í byrjun væri námi stú- denta hagað með tilliti til þessa, og lögð áherzla á gildi slíkrar menntunar fyrir allar greinar læknisfræðinnar. En sitt sýndist hverjum og voru sumir á þeirri skoðun, að kljúfa mætti „medicinsk forskning" að miklu leyti frá praktiskri sérfræðimenntun. Norræna læknakennslusamband- ið er að vísu enn aðeins ráðgef- andi, en vonandi er, að það verði með tímanum sterkur samnorrænn aðili með einhverju valdsviði. Hlut- verk þess er einkum ætlað að verða að styðja og bæta menntun og vísindi á öllum sviðum læknis- fræðinnar, ennfremur að annast skipulagningu og samvinnumál innan norrænnar læknisfræði, sem og að halda uppi sambandi og sam- vinnu við læknisfræðina annars staðar í heiminum. Það er einnig tekið fram, að það skuli styðja hvers konar tilraunir og rannsóknir, sem varða lækna- kennslu, og er vonandi, að það verði meir en orðin tóm, a.m.k. var einn læknanemi kosinn í stjórn nefndarinnar fyrir hönd allra læknanema á Norðurlöndum. Var sá finnskur, en las læknisfræði í Árhúsum. Það er e.t.v. einkenn- andi, að hann skyldi valinn. Hann hafði sér nefnilega til ágætis að vera prýðilega mælskur á finnsku, sænsku og dönsku. Læknanemar í Finnlandi tala misvel sænsku, og flestir skilja ekki dönsku og illa norsku. Meðal hinna yngri manna á mótinu mátti því oft heyra tal- aða ensku. Þetta er náttúrulega ekki fallegt til afspurnar, en þetta á líklega eftir að verða enn meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.