Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 22
ss LÆKNANEMINN Sigurður Friðjónsson, stud. med. Um raunvísindi og hugvísindi Fundu á landi lítt megandi Ask ok Emblu örlöglausa. Önd þau né áttu, óð þau né höfðu, lá né læti né litu góða; önd gaf Óðinn, óð gaf Hænir, lá gaf Lóðurr ok litu góða. Hið stolta dýr maðurinn er komið langan veg frá þeim veika vísi, sem goðin gáfu. Gjöf hins vit- granna Hænis greindi manninn ótvírætt frá öðrum dýrum. Með viti sínu hefur maðurinn tryggt yfirburði sína yfir önnur dýr og gert sjálfan sig að drottnara jarð- arinnar. Gjöf guðanna var í raun- inni upphaf nýrrar þróunar þar sem þróun tegundanna lýkur. Með manninum hefst þróun vits- munavera á jörðinni. Sagt hefur verið að maðurinn hafi þegar runnið þrjú skeið þessarar þróun- ar; skeið trúar, heimspeki og vís- inda. Ekkert þessara skeiða er enn á enda runnið, en það er hið síðasta þessara þriggja, skeið vísindanna, sem hér verður rætt. Skynsöm börn eru forvitin og spurul. f leikjum sínum reka þau sig fljótt á ýmis almenn sannindi hinnar hörðu veraldar, sem þau eru borin í. Fljótlega gera þau sér einhvers konar hugmyndakerfi, sem inniheldur einföldustu reglur um nauðsynlega hegðun. Lausleg hugmyndakerfi með þessu sniði eru eflaust ævagömul. Þau hafa verið fólgin í trúarbrögðum, galdri og hefð frumstæðra þjóð- flokka og árþúsundum saman litl- um sem engum breytingum tekið. Það er fyrst með tilkomu ritlistar- innar að svigrúm myndast til veru- legra framfara. Án þess að kasta rýrð á vísindi eldri menningar- þjóða er unnt að segja, að vagga vísindanna hafi staðið í Grikk- landi hinu forna. Við egeska haf- ið spratt upp menning, sem öld- um saman hefur verið þjóðum ver- aldarinnar fordæmi og fyrirmynd. Sagan greinir að Sókrates hafi reikað um götur Aþenu og kennt æskulýð borgarinnar. Eftir Sókra- tes komu fram á sjónarsviðið margir heimspekingar þar á meðal hinn mikli Plato. Það er úr þessum jarðvegi heimspekilegra hugleiðinga, sem grísk vísindi eru sprottin og þar áttu þau sér sam- eiginlega rót. Aristóteles læri- sveinn Platos lagði grundvöll að greinum eins og mælskulist, rök- fræði og náttúrufræði. Element Euclids voru króna grískrar stærð- fræði, en þau hafa verið notuð sem kennslubók í skólum allt fram á þessa öld. Mörgum öldum eftir að grísk menning hafði runnið sitt blómaskeið á enda, fordæmdi og bannaði kristin kirkja stærð- fræði, sem heiðin vísindi. Stærð- fræðibanni kirkjunnar fylgdi al- menn hnignun raunvísindanna. Allt fram undir 1300 þreyði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.