Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN 17 gjarna fara eftir efnum og ástæðum viðkomandi. Um það skal ann- ars ekki frekar rætt, og ég vil taka strax fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að í hópi heimilislækna eru margir, sem ég ber hvað mest traust til í íslenzkri læknastétt, en einnig allir hinir. En með því fyrirkomulagi, sem lýst er, hafa heimilislæknarnir ósköp náðuga daga, og ber ekki að amast við svo mannlegri viðleitni. Til þess að vera ekki allir ónáðaðir alltaf allan sólarhringinn hafa þeir komið upp neyðarvakt og það er hún, sem ég vildi víkja að nokkr- um orðum. Alla virka daga á að vera neyðarvakt frá kl. 8 að morgni til kl. 17 síðdegis. Þetta er þó bara á pappírnum. Næturvakt lýkur kl. 8 að morgni og síðan er enginn á neyðarvakt til kl. 9, þar sem eng- inn er mættur til þess að svara í neyðarsímann!! Það er heldur engin neyðarvakt frá kl. 12—13, því þá svarar enginn í neyðarsímann. Það er matartími!! Það er auðvitað rangt af fólki að veikjast á þessum tímum, en það gerir það nú samt engu að síður. Það nær ekki í heim- ilisl., nær ekki í neyðarvaktina og hringir á Slysavarðstofuna. En þetta er ekki allt. Læknir sá, sem er á neyðarvaktinni, er ekki alltaf í kall- færi og tekur stundum það langan tíma að ná í hann, að sjúklingurinn gæti verið dauður a.m.k. tvisvar áður en læknirinn kemur á vettvang. Þegar fólki þykir dragast óeðlilega lengi, að neyðarlæknirinn komi, er hringt eða komið með hinn sjúka á Slysavarðstofuna. Víst reynum við hér að leysa þessi mál sem önnur og minnumst codex og væri vel. að það væri gagnkvæmt. Hinsvegar eigum við ekki alltaf þægilegt með að hlaupa frá okkar störfum út í borg, og ættu a.m.k. allir læknar á sjúkradeildum að skilja það. Mikið er nú ónauðsynlegt að hafa svona göt í neyðarþjónustunni, og hversu auðvelt er ekki úr þessu að bæta. Læknar vita ósköp vel um þetta, og það er næsta ótrúlegt ábyrgðarleysi, að engum dettur í hug að lagfæra. Þetta á að leysa með þeim hætti, að neyðarvaktin hafi hús- næði t.d. í Domus Medica. Þar heldur til læknir sá, sem sjá á um neyð- arvaktina frá kl. 8 að morgni til kl. 21 að kveldi. Hann fer í neyðar- vitjanirnar en sinnir annars á þessari stofu því fólki, sem ekki nær til heimilislækna sinna og ónáðar nú Slysavarðstofuna. Vel væri hugs- anlegt, að þessi læknir hefði stúdenta sér til félagsskapar og aðstoðar. Myndu báðir nokkuð af því læra. Væri lítið að gera mætti vel drepa tímann með því að glugga í bók. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum um kvöld-, nætur- og helgi- dagavaktir. Allir vita í hvaða formi þær eru. Hinsvegar getur verið vafasamt, að hafa aðeins einn lækni á vakt fyrir 90 þúsund manns á svæði, sem nær frá Gufunesi vestur á Seltjarnarnes og suður í Kópa- vog. Þetta hefur gengið án verulegra slysa, en víst þarf fólk oft að bíða 2—3 klst. eftir vaktlækninum og er svo sem ekki til fyrirmyndar. Ég held, að rétt væri, að annar læknir væri a.m.k. alltaf til taks örugg- lega, ef vitjanir taka að dragast vegna mikilla anna. Ég hef sjálfur verið á vakt í þessari borg og fengið á sama tíma beiðni um vitjanir vegna gallsteinakasts og hjartaverks suður í Kópavogi og vestur á Sel- tjarnarnesi var blár maður, upp úr hverjum gekk hvít froða. Vel gæti einnig komið til greina, að skipta svæðinu í nokkur hverfi og væri eínn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.