Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 14
LÆKNANEMINN
H
legt það, sem heimilislæknirinn á að sjá um og beinlínis ekki æskilegt
að annar sletti sér í, ef heimilislæknirinn vill vita einhvern árangur af
því, sem hann er að gera og hafa stjórn á því. Svo einfalt sem það
virðist að vísa þessu fólki til heimilislæknisins, er þó raunin önnur —
ég næ ekki í hl minn, hl minn er ekki við, hl minn er aldrei við, hl
minn fer aldrei í vitjanir, hl minn hefur svo mikið að gera, vil ekki
ónáða hl minn útaf smámunum o.s.frv. — og þótt margt sé rangt og
megi kenna leti fólksins, er því miður sumt af þessu satt. Venjuleg-
ast er hagstæðara að afgreiða þetta fólk heldur en reyna að leiðbeina
því og skýra málin. Það er ekki mætt til þess að hlusta heldur til þess
að fá afgreiðslu. Það er annars afar auðvelt að leysa þetta atriði, og
mun ég koma að því í næsta kafla, í sambandi við vaktþjónustu heim-
ilislæknanna.
2) Slysavarðstofan hefur verið gerð að athvarfi fyrir umrenninga,
alkóhólista og annað vandræðafólk. Því er hent hingað inn af lög-
reglu og sjúkraliði daglega í tugavís, rétt eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara. Núa þessir góðu menn sínar stóru hendur og segjast ekkert
annað geta farið með þessa samborgara. Sumt af þessu fólki er slas-
að, en flest veglaust eða dáið í drykkjuskap sínum. Það er ekki svo
einfalt að koma þessu fólki af höndum sér. Fæst af því getur farið
heim til sín, það á hvergi heima eða á enga að nema þá, sem eðlilega
vilja ekkert af því vita, nema ef hægt væri að fá pening út á það dautt,
ef ætla mætti að stafaði af illri meðferð lækna eða lögreglu. Einstaka
verður komið í Síðumúla, en einnig þar er rúmaskortur ekki síður en
á sjúkrahúsunum. Hvað á að gera við þetta fólk? Það vill svo vel
til, að flestir kollegar munu ekki telja sig þurfa að svara því, þakka
aðeins, að rekinn er ekki þeirra og varðar ekki vandræði annarra. Nú
þarf margt þetta fólk eftirlits um tíma. Það er ekki hægt að henda
því út á götuna, það getur enginn læknir eftir að komið er í hendur
hans. Hann verður að vera mannlegri en svo. Fæst þetta fólk stendur
á fótunum. Vita yfirmenn heilbrigðismála borgarinnar ekkert um þessa
bræður sína og systur? Hversvegna hefur ekki verið skipulögð einhver
acut þjónusta fyrir þetta fólk á Kleppi, Farsótt eða Flókadeild? Ef
það er ekki unnt, hvers vegna er þá ekki fyrir löngu búið að koma
upp bráðabirgðahúsnæði, þar sem hægt er að líta til þessara sjúklinga ?
Það er í rauninni lausnin, þriðja flokks hjúkrunarheimili, og þarf ekki
mikið að kosta. Ef hinsvegar heilbrigðisyfirvöldum borgarinnar kemur
þetta fólk ekki við, er rétt að það komi fram opinberlega og jafnframt,
að sjúkrahúsin skuli kasta því á dyr. Með því er vandi Slysavarðstof-
unnar leystur, en ófært er, að láta þessa borgara fylla öll rúm og
bekki og jafnvel aðgerðarstofur. Það mun vera til sérstakur yfirlæknir
umrenninga, og ætti hann að athuga þessi mál nánar. Það er skömm
heilbrigðisstjórnar borgarinnar að leggja þennan kross á þá stofnun,
sem þrengst býr, og láta sem hún viti ekki um eða komi ekki við.
3) Slysavarðstofan er líkhús. Finnist maður dauður er hann um-
svifalaust fluttur á Slysavarðstofuna. Það má lögregla og sjúkralið
eiga, að báðir hafa jafnan reynt að blása, lofti í hinn látna og er það
nú mest hetjudáð og lækning, er þekkist með þjóðinni og jafnan for-
síðufrétt blaða. Væri erindið með líkin hingað ekki annað en að fá