Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN 39 1 safnl þessu er heillegasta eintakið, sem fundist hefur af Gilgameskviðu, en það er frá 7. öld f. Kr. Biblíurýnendur voru þeir fyrstu, sem fengu verulegan áhuga á Gilgameskviðu, en einn hluti hennar fjallar um flóð eitt mikið, sem eyddi landinu, nema einum manni, sem smíðaði sér skip og komst undan ásamt fjölskyldu sinni og fjölda dýra. Nói þessi, sem hét reyndar Utnapistim, og frásögnin af honum, minnir að sumu leyti mjög á syndaflóð Biblíunnar, en annað er líka gjörólíkt. Frásögn Biblí- unnar er trúlega eins og Abraham kom- in austan úr Mesópótamíu og jarðvegs- rannsóknir nálægt gömlu Ur sýna, að þar hafa oft komið geysileg flóð. I kviðunni koma guðirnir mikið við sögu og sjálfur er Gilgames að tveim- ur þriðju guð en einum þriðja maður. Goðafræði þessi er um margt mjög athyglisverð. Guðirnir eru mjög mann- legir og takmarkaðir og minna að þessu leyti talsvert á norræna goðafræði. Þetta er ekki vettvangur til að rekja efni kviðunnar nákvæmlega, en fáein atriði langar mig þó að nefna. Gila- games er konungur og hálfguð, en engu að síður er hann mjög mannlegur, og vandamál þau, sem hann glimir við, eru eilíf vandamál manna. Hann er einmana og þráir félagsskap. Að lokum eignast hann hinn trygga vin Enkidu, en ævintýraþrá, metnaður og löngun að sigrast á hinu óþekkta, leiða til dauða Enkidus. Gilgames sættir sig ekki við að vera dauðlegur og leggur af stað í hættulega og tvísýna leit að Utnapistim, þeim sem guðirnir höfðu gefið eilíft líf. Ferðalag þetta er mjög stórbrotið, en þegar áform hans virðist ætla að heppnast og hann hefur hremmt leynd- armál ódauðleikans, snúast örlögin gegn honum. Hann snýr heim til borg- ar sinnar Uruk, slyppur og snauður og í sömu sporum og áður, nema hvað hann hefur misst vonina um að ná tak- marki sínu. MENN OG HTTNDAR Man meets dog. Konrad Z. Lorenz. Penguin, 1964. Bók þessi kom fyrst út 1953 og heitir á frummálinu „So kam der Mensch auf den Hund“. Sama ár kom út í ágætri íslenzkri þýðingu önnur bók þessa höf- undar, sem hét „Talað við dýrin". Þess- arar bókar munu margir minnast með ánægju og ótaldir munu þeir, sem hún hefur gert að óforbetfanlegum dýrásöfn- urum og náttúruskoðurum. Ekkert annað verk þessa ágæta austuríska dýrasálfræðings hefur verið þýtt á ís- lenzku, og er það mjög miður. Þessi bók um mann og hund, fjallar reyndar um ýmislegt fleira. Kettir koma talsvert við sögu og alls konar önnur dýr, en höfundur sjálfur, auk mannfólks þess sem hann umgengst, fléttast inn í frásagnirnar. Sú ráðgáta verður seint leyst, hvernig það atvikaðist, að hundurinn gekk í þjónustu mannsins. Höfundurinn byrjar bókina með tilgátu um þetta atriði. Hvað sem annars má um tilgátu þessa segja, þá er framsetning hennar svo lifandi og skemmtileg, að þegar ég las þennan kafla yfir, fannst mér sem þetta hlyti að hafa atvikast einmitt svona. Bókin fjallar siðan um hina ýmsu þætti atferlis hunda og katta, og segja nokkur kaflaheiti bókarinnar sína sögu: Persónuleiki hunda, hundaþjálfun, hundasiðir, hundur og húsbóndi, hund- ar og börn, hundadagar, knattleikur, dýr sem ljúga. Og enginn skortur er á skemmtilegum útúrdúrum og dæmisög- um. Auk allra þessara skemmtilegheita, eru rannsóknir þær sem að baki liggja, bæði víðtækar og vandasamar. Höfund- ur var unglingur, er hann eignaðist sinn fyrsta hund, og nú hálfri öld síðar er hann talinn einn af fremstu dýrasál- fræðingum heims. Þar á milli liggur ódrepandi áhugi og sleitulaus vinna. Fæstir, sem umgangast dýr, velta nokkuð fyrir sér hvað liggur að baki venjum dýranna og ýmsu háttalagi þeirra, sem kann að virðast út í hött. Allt á þó sínar orsakir, og hundar og kettir eiga líka sálarlíf, siðfræði og kurteisisvenjur. Mörg ljós renna upp fyrir manni, fáfróðum um dýrasálfræði, við lestur bókar sem þessarar. Sem dæmi mætti taka þá algengu athöfn. þegar hundur pissar utan í staur eða vegg. Lorenz sýnir fram á, að hunds- hlandið hefur mjög mikla þýðingu fyr- ir samskipti hunda. Lyktarskynið er eins og kunnugt er aðalskyn hunda, en hland hvers hunds hefur sína sérstæðu lykt, og hana nota hundar til að helga sér það landsvæði, sem þeir telja sig ráða yfir. Heimsæki höfundurinn fólk, sem á hund, segist hann gæta þess að skilja sinn hund eftir utandyra, því að hversu vel vaninn og þrifalegur sem heimahundurinn kann að vera, er ekki víst að hann standist slíka ósvífni, en hlaupi um húsið og spræni utan í veggi og húsgögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.