Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 33
LÆKNANEMINN 38 samt ekki horfið aftur til vinnu sinnar eða verður afhuga allri vinnu yfirleitt. Þegar svo er kom- ið, hefur árangur lækningar ekki náðst nema að hálfu leyti. Það ætti að vera kappsmál hvers læknis að sjá til þess, að þessari hlið málanna sé borgið, annað hvort með því að annast aðstoð- ina sjálfur eða vísa sjúklingnum til aðila, sem taka slíkt að sér. Annað atriði, sem máli skiptir varðandi árangur lækninga, en er á mörkum þess að heyra lækn- isfræðinni til er það, hvað mn sjúklinginn verður, t. d. að lok- inni sjúkrahúsdvöl. Á hann heim- ili, hvernig er húsnæði, hver er félagslega aðstaða hans, efnahag- ur, o. s. frv? Til lítils verður mikil vinna við rannsóknir og erfiða greiningu og til lítils verður hin bezta ástundun í meðferð ef sjúkl- ingurinn drabbast niður á stuttum tíma vegna vankanta á áðurnefnd- um sviðum. Satt er, að tíðast eru læknar svo hlaðnir störfum, að beir hafa lítinn tíma aflögu til þessara verka, enda er það svo, að víða erlendis sjá stofnanir um slík málefni eða þau eru í hönd- um sérstaks starfsliðs á sjúkra- húsum eða utan þeirra. Hins veg- ar er það svo, að læknir sá, sem stundað hefur siúklinginn, verð- ur að vera driffjöðrin í þessum efnum. Hann verður að leggja drögin, knýja málin áfram og fylgjast með gangi þeirra. Lækn- irinn er eini aðilinn, sem hefur tækifæri til að hafa fulla yfirsýn yfir ástand og hagi sjúklingsins. Ég vil stuttlega drepa á aðal- bætti þeirrar starfsemi, sem nefnd hefur verið endurþjálfun (reha- bilitation). 1. SjúkraJ)jálfun. Yfirleitt er hún hið fyrsta, sem sjúklingur í endurþjálfun þarfnast, Þar er fyrst og fremst um að ræða ýmsar líkamsæfingar, gerðar af sjúklingi sjálfum undir eftirliti sjúkraþjálf- ara, eða af sjúkraþjálfara (passiv- ar æfingar), eða í þar til gerðum áhöldum, allt með það fyrir augum að auka hreyfigetu, krafta, lipurð og almenna starfshæfni líkamans. Jafnframt eru notuð hjálpargögn af ýmsu tagi, „fysikölsk“ meðferð, með hið sama fyrir augum. Hér er um mjög yfirgripsmikið verkefni að ræða og starfssviðið stórt. Sem dæmi má nefna, að það spannar svo óskyld atriði sem eyðingu á vöðvaherzlum (myosis) og þjálfun mikið lamaðra mann- eskju til að ganga á ný. Sjúkra- þjálfun er sérstök starfsgrein og miög mikilvægt er, að henni sé búin góð aðstaða og starfskraftur. Sjúkrabiálfun er sine qua non fyr- ir endurþjálfun. 2. Kennslu í frumatriðum sjálfs- þjónustu oq sjálfsbjarqar (activi- ties of daily living) þurfa þeir einir, sem illa eru farnir eftir sjúkdóma og slys, en fyrir bá er bessi kennsla þeim mun nanðsvn- legri. Hér er um að ræða viðleitni til að gera siúklinginn sjálfum sér nógan í atriðum eins og þeim að komast í föt, borða, þvo sér, sreta bjargað sér á salerni o.s. frv. Pólk, sem er mikið lamað, þarf að læra á ný að framkvæma þessi atriði. Sannleikurinn er sá, að með rétt- um aðferðum og aðstæðum, geta flestir sjúklingar aðrir en beir, sem hafa ouadriplegia, lært siálf- bjargir af þessu tagi, hái beim ekki jafnframt ellikröm. Kennsla sem þessi styttir tímann, sem sjúklingurinn er háður utanað- komandi hjálp á bessu sviði. og þannig sparast vinna á spítöl- um, hælum og í heimahúsum. 3. Útvegun á hjálvartækjum. er mörgum nauðsyn, einkum ef ör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.