Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 31
LÆKNANEMINN
31
Vtsindamaðurinn og vinnutil-
gátan?
Nú, maður verður að gá að sér
að verða ekki of hrifinn, svo að
augun lokist ekki fyrir ágöllum
hverrar tilgátu. Hið eina eðlilega
samband tilgátu og tilraunar er,
að tilraunin sé gerð til að afsanna
tilgátuna. Þetta hefur Karl Popp-
er skýrast sagt. Þá hörku sýna
fæstir vísindamenn í líf- og
læknisfræði, heldur safna þeir
athugunum, sem styðja tilgátur
þeirra.
Sammála um, að ekki sé ráðlegt
að auka sérhæfingu einstakra
greina (fagidioti) ?
Eflaust — en ég held að það sé
misskilningur, sem oft heyrist, að
raunvísindamenn, þar með taldir
læknar, séu verr menntaðir al-
mennt en kollegar þeirra í húm-
aniskum fræðmn. Sannarlega er
um að ræða alvarlegt þekkingar-
leysi þessara tveggja hópa hvors
á annars máli. Mér virðist hins-
vegar, að vísindamenn og náttúru-
fræðingar kunni almennt betri
skil á heimi húmanistanna en húm-
anistar á heimi náttúruvísindanna.
Þetta er nokkuð alvarlegt, því
sagt hefur verið, að sá maður, sem
ekki kann nokkur skil á táknmáli
eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og
stærðfræðinnar, sé jafn útilokað-
ur frá alvarlegum viðræðum um
heimsmyndina og það, sem merk-
ast er að gerast 1 veröldinni í dag,
eins og sá maður var á miðöldum,
sem ekki kunni latínu og grísku.
y o / c. cc-S
— Þaö er hérna, sem ég finn til.