Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 46
1,6 LÆKN ANEMINN Þegar háskólinn tekur til starfa, er lögð á það áherzla, að þarna eigi að rísa upp vísindastofnun, sem stefni að því að gera menn færa um það að vinna að vísinda- legum efnum auk þess, sem hag- nýtt er. Páll Kolka segir í „Vísindin efla alla dáð“: Læknadeild háskólans var eins og fríð og gáfuð heima- sæta, eftirsóknarverð í augum okkar ungu mannanna, en ótrúlega snauð af þessa heims auði, því að hún átti varla nokkra spjör, sem sæmileg gat talizt. Fyrst í stað mun ekki hafa orð- ið mikil breyting hvað viðkom hag deildarinnar. Hún varð að dvelja áfram í gamla spítalanum, en fluttist þó bráðlega ásamt öðr- um deildum niður í Alþingishús. Þar fékk hún þó ekki kennslu- stofu út af fyrir sig, en varð að deila stofu með heimspekideild með gluggum andspænis dyrum dómkirkjunnar. Gátu læknanemar því látið jarðarfarir þaðan verða sér verðugt aðvörunarmerki. Fyrst í stað mun kennsla nær eingöngu hafa farið fram í formi yfirheyrslu, því að þá var það skoðun ráðandi manna að fyrir- lestraraðferðin væri óhagkvæm og tímaeyðandi. Eitt vekur at- hygli manns við kennsluna þá, en það er, að fyrstu árin, að minnsta kosti, munu hafa verið haldnir fyrirlestrar og verklegar æfingar gerðar í því, hvernig nota ætti bókasöfn. Hin fyrstu ár læknadeildar var það stundum talið einkenni á henni, að einungis væri að því stefnt að mennta læknaefnin út frá hagnýtu sjónarmiði, en það, sem hefði vísindalega þýðingu, væri látið sitja á hakanum, en dæmi þess má þó jafnvel finna nú, svo enginn skyldi hneykslast. Þar sem saga hinna síðari ára mun vera mönum kunnari, læt ég hér staðar numið. Ég vil biðja menn forláts á því, ef ég hef tek- ið þær heimildir ,sem mér hafa verið tiltækar, ef til vill um of trúanlegar, en ef einhver getur hér um bætt, þá er það vel þegið. HEIMILDIR: Guðmundur Hannesson: Islandske lægeforhold og lægeutdannelsen. Sér- prentun úr Medical Revue, okt. 1921. Guðmundur Magnússon: Háskólinn og Landspítalinn, EIR 1. árg. júlí 1899. Jónas Jónassen: Um læknaskipun á tslandi, Tímarit hins íslenzka bók- menntafélagsins, XI árg. 3.—4. hefti 1890. Páll Kolka: Hálf öld, grein í „Vísind- in efla alla dáð,“ Rvík 1961. P. A. Schleisner: Island undersögt fra et lægevidenskabeligt synspunkt, Kbh. 1849. Vilmundur Jónsson: Formáli að „Læknar á íslandi," Rvík 1944. Öldin átjánda 1761—1800, Jón Helga- son tók saman, Rvík 1961. öldin, sem leið 1861—1900, Gils Guð- mundsson tók saman, Rvík 1956. „Aumlega er þá mannlífinu komið, þegar óbærileg fégirnd fer yfir heiminn, eins og kaldur vetrarnæðingur. Himnarnir gefi, að allir læknar taki sig saman um að lækna þessa sótt, sem er argari allri sinnisvillu. Það er ekki nóg, að þessi sótt hefur svo mörgu illu til leiðar komið, en mennirnir vegsama hana, alveg eins og þetta væri einhver hamingja." — Hippokrates.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.