Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 53
LÆKNANEMINN
53
9.15 í fremur þungbúnu veðri. Á móti
hópnum tóku þeir Einar Guttormsson
sjúkrahúslæknir og Örn Bjarnason hér-
aðslæknir, og höfðu þeir í för með sér
leiðsögumanninn Jónas svo og tvo áætl-
unarbíla. Færðist brátt fjör í hópinn,
því lífsorka þeirra var smitandi og létt
frásagnargleðin. Stigið var upp í bíl-
ana og ekið um sveitir. Þar mátti sjá
blómlega bæi í vetrarskrúða og rollur
í móa. Haldið var sem leið lá upp á hinn
fræga Stórhöfða í Vestmannaeyjum,
sem fróðir menn segja, að sé hið versta
veðravíti veraldar, og þótt víðar væri
leitað. Veður hélzt þó skaplegt meðan
hópurinn dvaldi þar, og gengu menn
niður í Rúnkarof, en þar háfa menn
prófasta af miklum móð, vor og sumar.
Dáðust menn mjög að fögru lands-
lagi, og ekki minnkaði dýrðin við
að snjór lá yfir landið. Gaf það berg-
inu dýpri skugga og briminu þyngri nið.
Hætt var við að ganga á Helgafell, eins
og áætlað hafði verið, þvi hríðar-
mugga skyggði fyrir útsýni. Þess í stað
fóru menn í kynnisferð um iður jarðar,
og staðnæmzt var einnig við legstein
Jóns pislarvotts og loks á Skansinum.
Leiðsögumenn tíndu í hópinn brota-
silfur úr sögu Eyjanna, og hefði marg-
ur orðið fölur og fár við þann lestur,
ef ekki hefðu ýmsir fyrirhyggjumenn
hópsins með grundvallarþekkingu í
pharmaci, miðlað viðkvæmum hjörtum
til styrktar. Þvl næst var ekið til höf-
uðstaðarins og skoðaður hinn nýi
spítali þeirra eyjarskeggja, sem er stór
og glæsileg bygging, með miklum út-
þenslumöguleikum, en er enn í smíð-
um. Þá var gengið í gegnum Heilsu-
verndarstöðina og síðan genginn n.k.
stofugangur á Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyinga, sem er steinsnar þar frá. Eftir
að menn höfðu skoðað þessar heilbrigð-
isstofnanir, var gengið niður til sam-
komuhússins, en þar svignuðu borð
undan kræsingum og fíneríi. Áður en
sezt var að borðum ræddi Örn Bjarna-
son um reynslu og starfsemi lækna-
miðstöðvar þar i Eyjum, en þeir Einar
og örn ásamt Ólafi Hallgrímssyni
lækni hafa fyrstir íslenzkra lækna
komið á fót slíkum korpus og unnið á
þann hátt brautryðjendastarf. Á sú
skipan vísast eftir að taka við af nú-
verandi fyrirkomulagi heilbrigðisþjón-
ustu héraða úti um land. Sjálfur hefur
örn siglt utan og kynnt sér rekstur
svipaðra stöðva fyrstur manna, og
sýndi hann teikningu af framtíðar-
skipulagi læknamiðstöðvarinnar, sem
verður til húsa í hinum nýja og glæsi-
lega spítala, þegar hann tekur til
starfa.
Eftir borðhald urðu fjörugar umræð-
ur um framsöguerindi Arnar, og bar
þar margt á góma, meðan kaffinu voru
gerð sín skil.
Næst á dagskrá var heimsókn í Nátt-
úrugripasafnið, sem er einstakt að
smekkvísi og umhirðu. Mátti þar sjá
flest fuglakyns spókandi á greinum eða
svífandi í loftinu og auk þess var heill
salur af lifandi fiskum, sem löptu
strauma í heimspekilegri ró milli þess
sem þeir neyttu matar úr hendi gæzlu-
mannsins. Leið nú að brottför, og í stað
þess að fljúga rakleitt til baka, þá
bauðst að fá far með varðskipinu Óðni
til Þorlákshafnar og var það þegið með
þökkum. Hannes lóðs flutti hópinn
vestur fyrir Heimaklett, og þar stukku
menn um borð í Óðinn, í tryggar og ör-
uggar hendur þeirra skipverja. Lagt
var á stað til Þorlákshafnar um kl. 16
og gekk förin greiðlega (nánari upplýs-
ingar eru hernaðarleyndarmál íslenzka
flotans), og fengu menn að skoða sig
um á stjórnpalli í boði skipherra. Skips-
báturinn flutti svo hópinn síðasta spöl-
inn til lands, en þar beið áætlunarbif-
reið, og var þegar haldið heimleiðis.
Vegna aukinnar diuresu manna var
bifreiðin stöðvuð um stund uppi á há-
heiðinni, og komust menn þar sem
snöggvast í kontakt við allífið, þar sem
fullur máni lýsti upp heiðskiran himin
yfir snævi skrýtt láð og lög.
Mátti glögglega sjá Eyjarnar góðu
með sinn glóandi Surt í vestri. Komið
var til Reykjavíkur mátulega í kvöld-
skattinn og seinna fréttist af sumum
ferðalöngum við andlega iðju niðri á
Mími, og lauk svo sérdeilis ánægjuleg-
um vísindaleiðangri læknanema, í önd-
verðum ýli, anno 1966. Á. J.
TJtanferðir:
1 ágúst s.l. sótti formaður F.L.
Snorri Sveinn Þorgeirsson, þing alþjóða-
læknanemasambandsins, IFMSA, sem
haldið var í Aþenu.
Karl Proppé, formaður kennslumála-
nefndar, sat ráðstefnu, á vegum nefnd-
arinnar, í Gautaborg í októbermánuði.
Fundir:
Kynningarfundur var haldinn í F.L.
17. október 1966. Þar kynnti formaður
félagið, starfsemi þess og tilgang, fyrir
nýinnrituðum stúdentum. Hvatti hann