Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 42
LÆKNANEMINN
i*
Jóhann Heiðar Jóhannsson stud. med.:
Lœknakennsla á íslandi
„History is drama, and in the
drama of history there is no more
stirring saga than the epic of
medicine. Out of the mists of time
man emerged and, braving the ever-
lasting menace of disease, launched
on the concjuest of the universe.
This mighty tale of mans crusade
for health is an epic of courage and
determination, endeavour and
achievement.
(P. Marti-Ibánes M.D.)
Saga læknisfræðinnar er sagan
af ást mannsins á lífinu, fórnum
hans og baráttu fyrir heill ann-
arra. Oft getur vitneskjan um
verk liðinna mikilmenna orðið til
að veita nýrri birtu yfir þurr
fræði. Þetta ágrip af sögu lækna-
kennslu á íslandi er tilraun til
þess að vekja hjá mönnum áhuga
á afrekum þeirra, sem á undan
eru gengnir.
Læknastétt íslendinga hefst
með Bjarna Pálssyni, sem skipað-
ur er landlæknir 18. marz 1760.
Hann er þá eini lærði læknirinn á
landi, sem nær yfir 103.00 km2 og
á búa um 50 þúsund manns. Starf
það, sem hann tók að sér, hefur
því verið ærið yfirgripsmikið og
ekki fyrir kjarkleysingja. Hlut-
verk Bjarna Pálssonar var ekki
einungis að veita sjúkum læknis-
hjálp, heldur einnig að hafa um-
sjón með heilbrigðismálum lands-
manna og síðast en ekki sízt að
kenna lækningar ungum piltum,
sem síðan skyldu skipaðir héraðs-
læknar. Auk þessa stundaði hann
búskap á bæ sínum Nesi við Sel-
tjörn.
I erindisbréfi Bjarna er tekið
fram, að piltar þeir, sem hann
tæki til náms, þyrftu ekki að vera
útskrifaðir úr skóla, heldur aðeins
að þeir væru af góðu fólki komn-
ir, námfúsir, greindir og að kunn-
átta þeirra væri á borð við það,
sem stúdentar kynnu. Enn frem-
ur ættu þeir að vera svo efnum
búnir, að þeir gætu sjálfir keypt
sér bækur og verkfæri, og einnig
borgað kennslu og meðgjöf fyrir
mat og klæðnað.
Þrátt fyrir þetta gekk Bjarna
ekki vel í fyrstu að fá pilta til
námsins. Þá voru prestfræðin
miklu eftirsóknarverðari í augum
ungra manna og eins var ef til vill
ekki mikil trú á þessum nýju
læknum meðal manna. Lands-
menn höfðu áður haft og höfðu
enn menn, sem kunnu til lækninga,
og stóðu þeir ef til vill nær alþýð-
unni.
Halldór Jakobsson sýslumaður
á Felli segir 1771: „Vorra ís-
lensku lækna medicament, sem
fávísum almúga sem oftast nógu
dýr meðdeilast, hafa, það ég til
spurt hef, litla verkan gert. Og
hvaða þeirra víðara lækninga-
dont áhrærir, hef ég að sönnu
mjög litla kunnáttu á. Þó heyri ég
almenning þar misjafnt um tala
— nefnilega, að fáum eða engum
batni, en tilkostnaðurinn heil-
stór.“
Með þrautseigju tekst Bjarna
þó að fá pilta til náms.
Bjarni Pálsson hafði aðsetur
sitt á bæ sínum Nesi við Selstjörn.
Þar munu piltarnir hafa dvalizt