Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 13
LJEKNANEMINN 1S sinn. Á biðlistum sjúkrahúsanna er fullt af fólki, sem ekkert erindi á inn á sjúkrahús og tekur rúm frá þeim, er þurfa. Þetta er fólk, sem gengur svo fast á heimilislækna sína um sjúkrahúsvist til rannsókna, að þeir láta undan. Þessu er svo hjólað gegnum allar mögulegar og ómögulegar rannsóknir og er hrein sóun á vinnuafli og tíma. Þetta fólk á að bíða, en ætla í þess stað fleiri rúm fyrir acut sjúklinga. Þá verður að krefjast þess, að sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur anni byggðalögum sínum, og nær ekki nokkurri átt að fylla sjúkrahúsin hér af Hafnfirðingum og Suðurnesjamönnum. Þannig mætti með meiri vilja og auknum skilningi margt betur fara, jafnvel við núverandi að- stæður, en endanleg lausn á sjúkrarúmaskortinum fæst auðvitað ekki nema með fjölgun rúma. Annars virðist rúmaskorturinn misjafn eftir sjúkrahúsum, svo er einnig um viljann og skilninginn. Læknar Landakotsspítala eru til fyrirmyndar í þessum efnum auk þess, sem þeir líta á kollega sína úti í bæ sem vitsmunaverur og hlífa þeim að verulegu leyti við þriðju gráðu réttarhöldum í sambandi við innlagnir og láta menn hvorki gang- ast undir kliniskt próf né útfæra laboratorium-rannsóknir á rúmstokki sjúklings. Þetta vil ég nefna, því aðrir gætu af því lært. Ég eftirlæt mönnum t.d. að sjá fyrir sér svipinn á núverandi héraðslækni í Vest- mannaeyjum, er reynt var að malda í móinn við hann og spurt um þvagskoðun, er hann vildi koma sjúklingi í losti eftir sprungið milti tafarlaust á sjúkrahús. Til hvers svona spurningar? Læknar Slysavarðstofunnar eru og löngu hættir að slíta sér út á því að reyna að koma sjúklingum inn á viss sjúkrahús borgarinnar til eftirlits eingöngu, svo vonlaust sem það er. Hin þrjú sjúkrarúm Slysavarðstofunnar eru fljót að fyllast, enda sækja fleiri í þau en slas- aðir. Verður því að senda fjölmarga heim með ráðleggingar og láta líta eftir sér sjálfa. Mildi himnaföðurins má vafalaust þakka, að ekki hafa hlotizt af þessu alvarleg slys. Enn er að vísu til slangur af sæmi- lega skynsömu fólki, sem setur sig inn í aðstæður, fer að settum regl- um, og telur sig sjálft bera nokkra ábyrgð á eigin lífi. Hinir eru þó fleiri, sem ekki er hægt að treysta. Kemur þar til lítil notkun heilans, alrangar hugmyndir um mannslíkamann og starf hans, afleiðing rangr- ar fræðslu um þetta efni frá upphafi, og að lokum furðulegar hug- myndir um getu eða réttara sagt galdramátt læknisins. Af þessu hefur stundum leitt leiðinleg eftirköst, ef þurft hefur að leggja viðkomandi á sjúkrahús síðar, enda hafa þá allir utanaðkomandi kollegar skilið nauðsynina frá upphafi, þótt ekki hafi þá verið ástæða til að fórna rúmi. # Þá kem ég að því fólki, sem leitar til Slysavarðstofunnar með vandamál, sem ekki er í verkahring þeirrar stofnunar að leysa úr. Þessi hópur er ekki meðtalinn í þeirn f jölda sjúklinga, er leita til Slysa- varðstofunnar og áður er um getið. Ég vil skipta þessu í nokkra flokka, en annars er af óendanlegu að taka. Koma hér fram hinir „dauðu punktar" læknisþjónustunnar í borginni. 1) Fjöldi manns kemur daglega til Slysavarðstofunnar með ýmis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.