Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 16
16 LÆKNANEMINN víkur til þess að fá gibs. Gömul kona, sem fær Colles-fractúru viku fyrir jól verður að fá afgreiðslu í Reykjavík, þar eð engar rtg.myndir eru teknar í Hafnarfirði fyrr en eftir áramót. Stórslasaður maður er keyrður fram hjá tveimur sjúkrahúsum í Hafnarfirði til Reykjavíkur, og myndi engu breyta, þótt mjög riði á, að hann fengi fljótt heppileg- ustu aðstoð til að geta andað eða stöðva þyrfti alvarlega blæðingu. Ég skora á kollegana í Hafnarfirði að flytja sig af öldinni sem leið, og nota aðstöðu sína eins og mönnum sæmir. Ég vil þá á það minnast, að ekki er óalgengt, að á Slysavarðstof- una komi slasað fólk víða. af Suðurlandi. Það hefur áður hitt lækni í héraði sínu og er raunar sent á sjúkrahús. Án þess að tala við nokk- urn mann senda góðir kollegar fólkið í okkar hendur með þau skila- boð, að við munum koma því á sjúkrahús. Þetta sparar þessum kolleg- um vafalaust einhvern tíma, en til er nokkuð, sem heitir mannasiðir. # Það er hlutverk héraðslæknisins að þurfa að sinna íbúum læknis- héraðs síns nótt og dag allan ársins hring. Hann hefur lítinn frítíma og engan vissan. Heimilislæknarnir í Reykjavík eru betur settir og þurfa ekki að vaka yfir númerunum sínum allan ársins hring. Þeir geta unnið eins og hverjir aðrir kontóristar. Þeir eru einnig svo um- girtir sérfræðingum, rannsóknarstofum og sjúkrahúsum, auk þess sem aðrir sjá um bólusetningar, mæðraeftirlit, ungbarnaeftirlit, slys o.fl. o.fl. að þeir þurfa ekki endilega að búa yfir meiri fagþekkingu en að geta skrifað lyfseðla og tilvísanir ólæsilega. Vinnan er í sem allra styttztu máli á þá leið, að símatími er y2—1 klst. á degi hverjum, og oft er þessum tíma sérlega haganlega fyrir komið, t.d. svo snemma morguns, að hvorki læknarnir eða sjúklingarnir eru vaknaðir. Síðan kemur viðtalstími á stofu, ákveðinn með hag beggja fyrir augum. Oft- ast gengur sjúklingunum fremur erfiðlega að ná til heimilislæknisins og valda því annir hans og mikill léttir væri það lækniskonunum að hafa símsvara á heimilinu. Ég hef það sem jólagetraun fyrir þá, sem lesa þessa grein, hvað hann á að segja, þegar spurt er, hvort læknirinn sé við. Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að heimilislæknirinn í Reykja- vík geti tekið sér frí hvenær sem honum sýnist og hve lengi sem hann vill. Svo vel er frá öllu gengið, að þetta hefur ekki áhrif á kaupið hans, því hann vinnur eftir uppmælingataxta númeraf jöldans, og skiptir engu hvort unnið er mikið eða lítið eða hreint ekki neitt. I rauninni eru það ekki heimilislæknarnir sjálfir, sem bera ábyrgð á númerunum símun heldur Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Það ákveður gildi læknis- þjónustunnar í peningum, leggur til hversu mikið heimilislæknir skal stunda einn sjúkling o.s.frv. Þetta láta heimilislæknar sér vel líka fyrir fastar greiðslur, og þykir sumum lítil geð guma, og með réttu mættu þeir kallast málaliðar og sjúklingar að vissu marki fórnarlömb fremur en skjólstæðingar. Ólíkt fyndist mér karlmannlegra, að læknar tækju laun fyrir raunverulega vinnu eftir taxta, er þeir ákvæðu sjálfir og væri innan skynsamlegra marka. Sjúkrasamlagsins væri síðan að ákveða, hversu mikið það greiddi til hvers sjúklings, og mætti það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.