Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 48
If8
LÆKNANEMINN
vandamál í norrænni samvinnu, og
rétt að berja ekki höfðinu í stein-
inn með það, því mig grunar, að
þetta muni skipta máli fyrir fsland
í framtíðinni. Þessar línur verða
ekki fleiri, því erindi, umræður og
niðurstöður fundarins munu koma
út í bókarformi og munu menn
geta kynnt sér það, þeir er vilja.
Fund þennan sóttu 110 fundar-
menn frá ,,læknadeildum“, lækna-
félögum og læknanemafélögum á
Norðurlöndum. Það var mjög lær-
dómsríkt og ,,stimulerandi“ að
hitta þessa ágætu menn og kynn-
ast skoðunum þeirra. Einn er mér
persónulega þó minnisstæðastur,
en það er Dr. Arne Marthinsen frá
Ósló, sem virtist vera potturinn og
pannan í öllu saman. Að lokum
ber að þakka Svíum fyrir frábæra
gestrisni og móttökur.
Skýrsla um endurskoöun kennslu-
kerfis við Læknadeikl Háskóla Is-
lands.
Eins og kunnugt er, átti dr.
Arne Marthinsen, frá Oslo, við-
ræður við alla kennara lækna-
deildar haustið 1965 um endur-
skoðun kennslukerfisins í deild-
inni. Síðan var Jónasi Hallgríms-
syni, dócent, falið að halda áfram
starfi dr. Marthinsens, og auk
þess valdi læknadeildin nefnd til
að starfa með Jónasi. Árangurinn
er skýrsla sú, er kom út í septem-
ber sl. og kölluð er „bláa bókin.“
Er þetta ítarleg skýrsla, mjög vel
og skemmtilega unnin. Hinsvegar
er björninn ekki enn unninn með
útkomu skýrslunnar, og munu mál
þessi öll í deiglunni og ekki ennþá
tímabært að kynna þau frekar.
Karl Proppé stud. med.