Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 lækni til að skera úr, hvort viðkomandi sé látinn, væri svo sem ekkert við því að segja, en svo er ekki. Hér skal hinn látni dúsa oft æði lengi og rannsóknarlögregla og annað tilheyrandi hafa sinn aðgang. Þótt ekki væri nema vegna rúmleysis, nær þetta ekki nokkurri átt, enda verður oftast að teppa um ófyrirsjáanlegan tíma sjúkrastofur vegna þessa og gæti slíkt orðið æði bagalegt. Heilbrigðisstjórn borgarinnar hlýtur að gera sér ljóst, að þetta er óskammfeilni og gæti fyrir löngu verið búin að fá sér lítinn skúr sem líkgeymslu og er það einfaldasta lausnin. Annars mun nú vera að færast í tízku hér, að líkhús séu við sjúkrahúsin og er það nokkur framför, því alltaf má reikna með, að einhver deyi þar, þótt ekki nái til fyrstu sex klukkustundanna. Sá, sem er svo heppinn að deyja innan 6 stunda á vissum sjúkrahúsum, deyr hvergi, og er því sennilega lifandi, þrátt fyrir allt. 4) Maðurinn er duttlungafull vera. Það höfum við reynt hér á Slysavarðstofunni, að menn fá oftar tannpínu en á eftirmiðdögum jóla og nýárs. Fólk með tannpínu er hér tíðir gestir. Einnig leitar hingað slangur af fólki, sem hefur óstöðvandi blæðingar eftir tann- drátt. Oft hefur það talað við tannlækni þann, er tennurnar dró, en blæðingin kemur honum yfirleitt ekki við eftir lokunartíma, heldur skal hún til Slysavarðstofunnar. Þetta á að leysa með því, að tann- læknar hafi vaktir eins og aðrir læknar. Þeir auglýsa með miklum bægslagangi, sem sérstök elskulegheit, að þeir hafi vakt á jólum og nýári, en það er ekki nóg. Það er blátt áfram furðulegt og ber vott um átakanlegt hugsunar- og andvaraleysi, þegar fyrrverandi formaður L.R. segir frá því í ársskýrslu sinni, sem sjálfsögðum hlut, að stjórn Tannlæknafélagsins geti ekki skuldbundið félagsmenn sína til þess að taka vaktir. Ég hefði haldið, að læknar hefðu skyldur gagnvart sjúkl- ingum sínum, m.a. þá, að sj. geti náð til læknis, hvenær sem er. Þar sem tannlækningar eru hér í Reykjavík eingöngu í höndum tannlækna, eins og vera ber, eiga þeir einnig að annast þá þjónustu allan sólar- hringinn. Að vísa frá sér complicationum eigin verka vegna þess, hve orðið er framorðið, þarf ekki að tala um. Ég er viss um, að tannlæknar gætu komið vöktum sínum svo fyrir, að ekki sköðuðust þeir fjárhags- lega. Ég vil ekki trúa því að óreyndu, að tannlæknar hafi ekki það siðferði til að bera, er þarf til að gegna skyldum við sjúklinga sína. Ef svo er hinsvegar, verður auðvitað að afskrifa vaktþjónustu þeirra, en þá er kannske athugandi að breyta starfsheiti þeirra einnig. 5) Slysavarðstofa Reykjavíkur verður að sinna nær öllum Hafn- firðingum og íbúum Garðahrepps. Þetta hefur að vonum talsvert aukna vinnu í för með sér og er fullkomlega óþarft. I Hafnarfirði eru tvö sjúkrahús og nægilega margir læknar til þess að geta annað slysum. Sjálfsagt er að veita hjálp, er stórslys ber að höndum, en annars ættu læknar þessa sjálfstæða bæjarfélags að sjá sóma sinn og annast slysin þar suður frá sjálfir. Það er margfaldur kostnaður fyrir sjúkl- ingana úr Hafnarfirði að ganga hingað til eftirlits, en auk þess er þetta aukinn kostnaður fyrir Reykjavíkurborg og er mér ekki kunnugt um, að Hafnarfjarðarbær hafi gert neina sérsamninga. En sér í lagi er þetta skammarlegt fyrir lækna Hafnarfjarðar. Ungbörn, sem detta fram úr rúmi um miðja nótt og fá infraction radii, eru send til Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.