Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 38
38
LÆKNANEMINN
UM BÆKUR OG FLEIRA
Reynt verður eftir mætti að
efla þátt þennan í næstu blöðum.
Æskilegt er, að sem flestir skrifi
og um sem fjölbreytilegast efni.
Bókaþátturinn á þannig að geta
orðið enn skemmtilegri og aukið
mjög á fjölbreytni blaðsins. Ég
vil eindregið hvetja menn til
dáða, að leggja nú fram sinn
skerf til Læknanemans. Hafi þeir
ekki þegar á prjónunum enn
stærri ritsmíðar, að skrifa þá a.
m. k. í bókaþáttinn. Læknaneminn
er aðallega skrifaður af læknum
og kandidötum, það er sorglegt
hversu lítið læknanemar skrifa í
sitt eigið blað.
Læknanemum hættir meira til
þess, en ýmsu öðru fólki, að verða
meiri eða minni fagimbar. Vilji
menn komast hjá því að verða
óalandi og óferjandi leiðindapok-
ar, er eitt ráðið að lesa bækur um
annað en læknisfræði. Auðvitað
gera allir læknanemar sér þetta
ljóst, og margir þeirra eru vel
fróðir um hluti, sem ekki koma við
námi þeirra og starfi. Þó kann
sumt af því að gera þá að betri
manneskjum, skemmtilegra fólki
og auka víðsýni þeirra og sálar-
þroska.
Ég er sannfærður um að mörg
ykkar hafa lesið eitthvað athyglis-
vert nýlega, sem væri þess virði
að festar yrðu á blað um það hug-
leiðingar. Ekki skiptir máli um
hvað bókin eða ritgerðin fjallar,
það má í stuttu máli vera hvað
sem er, nýtt eða gamalt. Gaman
væri einnig að einhverjir segðu
álit sitt á kennslubókum deildar-
innar. Eitt er enn, sem gaman væri
að fá, en það eru umsagnir um
leikrit og kvikmyndir.
GILGAMESKVIÐA
The Epic of Gilgamesh.
Ensk þýðing og inngangur eftir N.
K. Sandars. Penquin, 1960.
Söguljóð, ort fyrir meira en 4000 ár-
um í fjarlægu landi, kann að virðast
lítið girnilegt til fróðleiks. Vitneskjan
um, að þetta er elzta bókmenntaverk
veraldar, sem þekkt er, ætti þó að vekja
forvitni manna. Varla grunar þó
nokkurn að óreyndu, að forngripur
þessi skuli vera jafn skemmtilegur og
heillandi aflestrar og raun her vitni.
Efni kvæðisins er einkar manneskju-
legt og kemur því öllum við, ekki sízt
nú á 20. öld.
Þýðandi ritar ágætan formála að
kviðunni, og er hann nauðsynlegur til
að útskýra bakgrunn verksins. Á öðru
árþúsundi f. Kr., var frásögnin af hetj-
unni Gilgames mjög vinsæl, hún var
þýdd á fjölda tungumála og barst langt
út fyrir upphafleg heimkynni sin,
Mesópótamíu. Gilgames féll síðan í
gleymsku og var ekkert um hann vitað,
þar til um miðja síðustu öld, er hafizt
var handa við uppgröft og fornleifa-
rannsóknir í Mesópótamíu. Kviðan er
upphaflega súmersk, en Súmerar voru
merkileg þjóð með menningu á háu
stigi. Á súmersku hefur ekki fundizt
nema lítið brot af kviðunni. Assiríu-
menn lögðu landið undir sig, þeir voru
frumstæð hernaðarþjóð, og svo fór að
þeir tileinkuðu sér mikið af menningu
og trúarbrögðum Súmera. Þeir þýddu
Gilgameskviðu á sitt tungumál og virð-
ist hún hafa orðið vinsæl meðal þeirra.
Assúrbanipal var einn af síðustu kon-
ungum assírska ríkisins, en það var
einn af merkustu fornleifafundum í
Vestur-Asíu, þegar bókasafn hans með
tugum þúsunda af leirtöflum fannst,