Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 29
LÆKNANEMINN £9 hugmyndirnar um „integration“ eru lagðar til grundvallar. Þar vilja menn samtvinna bókastafs- og spítalanám, grundvallarvísindi og hagnýta læknisfræði sem unnt er. Ég hefði ef til vill kosið, að engilsaxneskra viðhorfa gætti jafn- vel meir í áætlun okkar en raun ber vitni. En kerfið er ekki bind- andi, þetta er einungis tilraun. Síðar verður því breytt, eftir því sem reynsla leiðir í ljós. Annars vildi ég gjarnan spyrja yður um álit læknastúdenta á fyrirhuguðum breytingum. Þeir munu mjög hlynntir i lang- flestum atriöum en það er eins og allt nýtt, ef það er nógu vel prent- að og á nógu góðan pappír, þá verður það mjög flott i uppsetn- ingu, og meira að segja núgild- andi kerfi yrði flott á pappírnum. Ég leyfi mér að efast um, að hægt væri að láta það líta vel út, hversu sem vandað væri til papp- írsins. Hvað um ákademiskt frelsi? Ég er svo sannarlega fylgjandi akademisku frelsi, svo fremi það þýði ekki frelsi til að slá slöku við. Akademiskt frelsi er fólgið í frelsi frá kennslubóka- dogmatik, frelsi til að leita að kjarna vís- indalegrar hugsunar í frumheim- ildum þ. e. tímaritsgreinum, að- stæðum til þess fyrir stúdenta að vinna sjálfir tilraunavinnu og til- einka sér aðferðir. Þetta eitt get- ur veitt ykkur skilning og vald á greininni. Þetta útheimtir hér við læknadeildina rýmkun námstíma en fyrst og fremst margföldun kennslukrafta og bætta aðstöðu til rannsókna og verklegrar kennslu í öllum greinum læknis- fræðinnar. Verkleg kennsla og umræðu- fundir, þar sem kennarar og stúdentar vinna saman að tilraun- um og ræða á eftir, gagnrýna hver- ir aðra, er hið eina sem getur skapað það samband milli kenn- ara og nemanda, sem að minni hyggju gerir kennsluna virkilega árangursríka. Þetta er hægt að gera nú þegar. Verkleg kennsla hefzt í þessari viku — raunar að- stoðarkennaralaust. *) Umræðu- fundir eru þegar hafnir, og hef ég haft mikla ánægju af þeim og þeim kynnum, sem ég hef þannig haft af stúdentum mínum. Að mínu viti er það meginat- riði, að við sérhverja stofnun, sem veitir hagnýta menntun, t. d. í læknisfræði eða þá í verkfræði og mörgum fleiri greinum, séu jafn- framt stundaðar grundvallarrann- sóknir. Þetta er ekki einasta menn- ingarkrafa, um fræðilegan skiln- ing starfandi manna á hverju því, sem þeir taka sér fyrir hendur og aðferðum, sem þeir beita, heldur líka hagnýtt atriði. Og eining fræðilegrar og hagnýtrar kennslu í læknisfræði, sem ég legg svo mikla áherzlu á, kemst þá fyrst vel í kring, þegar rannsókna og kannsluaðstaða er fáanleg í sjálfu skólasjúkrahúsinu. Þetta leyfir stóraukna nýtingu hús- rýmis, tækja og manna. — Hugs- ið ykkur klíniska læknisfræði kennda af mönnum, sem árum *) Daginn áður en blaðið fór í prent- un leit fréttamaðurinn við hjá próf. J. Var þá rétt hafin fyrsta verkleg- æfing I lífeðlisfræði I þar til ætluðum húsa- kynnum í norðurkjallara Háskólans. Prófessorinn var umkringdur stórum hóp myndarlegTa I. hl. stúdenta. Nag- grís var etersvæfður, gerð tracheotomia til artificial öndunar, og gerðar tilraun- ir með ýmis lyf in situ, og að lokum voru eintsök líffæri fjarlægð s. s. diaphragma ásamt með n. phrenicus og tilraunir gerðar in vitro. Svipurinn á andlitl stúdentanna gaf tilefni til bjart- sýni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.