Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN 35 8. Félagsleg aðstoð. Hér undir koma margvísleg atriði svo sem útvegun vinnu, útvegun húsnæðis, sem er hentugt og viðráðanlegt, fjárhagsleg aðstoð af ýmsu tagi, t. d. til atvinnureksturs, til kaupa á sérstökum atvinnutækjum, ef slík tæki gera viðkomandi kleyft að sjá sér farborða, en að öðrum kosti ekki. Þannig mætti lengi telja. Þeir eru auðvitað margir, sem enga aðstoð þurfa og spjara sig sjálfir, en hitt er algengara, að til þurfi að koma einhver aðstoð. Ýmislegt annað en hér hefur verið nefnt heyrir til endurþjálf- uninni, og segja má, að ekkert varðandi hag og ástand sjúk- lingsins sé henni óviðkomandi. Enskumælandi þjóðir nefna þetta „total care“. Það liggur í augum uppi, að ekki má ofgera þessi máli gagn- vart skjólstæðingnum, þannig að hvorki verði andrúmsloftið þvingað né hann missi hjá sér alla hvöt til að gera þá hluti sjálfur, sem hann getur gert. í þessum málum þarf ekki að deila um, hvort einkaframtakið er betra. Einkum gildir þetta um félagsleg atriði. Ennfremur liggur í augum uppi, að margt af því, sem að framan greinir, er ekki læknisfræði í ströngum skilningi. En eins og áð- ur er sagt, þarf læknir að vera reiðubúinn að hafa afskipti af þessum málum sjúklinga sinna, eða sjá um, að aðrir geri það, og hafa a. m. k. eftirlit með gangi mála. Ég tel ekki úr vegi að rekja stuttlega hvernig málum er nú háttað í endurþjálfun hér á landi og hvað áætlað er að gera. Enginn stofnun er til, sem rekin er eingöngu fyrir endurþjálfun, og á engum einum stað fyrirfinnst öll sú þjónusta, sem að ofan er nefnd. Hérlendis eru ekki til sérstök lög um endurþjálfun eða reglugerðir um framkvæmdaratriði. Reglu- gerðarleysið háir mjög fjárhags- grundvelli endurþjálfunarstarf- seminnar. Öryrkjafélögin hafa á síðustu árum hvatt ákaft til laga- og reglugerðasetninga, og má vera, að innan ekki langs tíma komi að afgreiðslu þeirra mála. Það er skortur á sérmenntuðu starfsfólki í endurþjálfun, t. d. sjúkraþjálfurum. Nám þeirra, sem annars starfsliðs í endurþjálfun, þarf að sækja til útlanda, og er tiltölulega erfitt að komast inn í skólana, sem að jafnaði anna ekki eftirspurn eigin lands. Nám sjúkraþjálfara tekur nú orðið venjulega 3 ár, og stúdentsprófs er yfirleitt krafizt. Ætlunin er að koma á fót æf- ingadeild á Landspítalanum, og er nú unnið að teikningu hennar 1 kjallara vesturálmu nýbyggingar- innar. Húsnæðið þar er of lítið og örðugt að koma fyrir í því æfinga- deild, sem svarar kröfum tímans. En víddum hússins verður ekki breytt. Gert er ráð fyrir, að þessi deild geri ekki meira en að þjóna inniliggjandi sjúklingum á Lands- spítalanum og e.t.v. hluta af út- skrifuðum sjúklingum, sem þurfa áframhaldandi aðstoð. Á ýmsan hátt hlýtur miðpunktur siúkra- þjálfunar hérlendis að hvíla á framtíðinni á Landspítalanum, bæði vegna fjölbreytni viðfangs- efna þar og væntanle.grar kennslu í sjúkraþjálfun, en með tímanum verður óhjákvæmilegt að reka kennslu í þeirri grein hérlendis. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hefur rekið æfingastöð að Sjafnargötu 14 í Reykjavík s. 1. 10 ár. Húsnæðið er mjög óhentugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.