Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 24
LÆKNANEMINN
n
frumum eru vægast sagt frum-
stæðar. Á miðöldum hefðu menn
átt það til að hefja „fræðilegar"
rökræður um það hvað hesturinn
hefði margar tennur í stað þess að
opna á honum skoltinn og telja.
Líffræðingar nútímans virðast
hafa hlaupið beint yfir í andstæð-
ar öfgar, nú gera menn tilraunir
að því er virðist tilraunanna
vegna.
í fremstu víglínu líffræðinnar
stendur læknisfræðin. Það er
heilög skylda sérhvers læknis að
lækna eða hjálpa sjúkum. Mér er
fjarri skapi að amast við eða
neita þessari skyldu. Ég vil aðeins
benda á, að það er ekki aðeins
skylda líffræðinga nútímans að
hjálpa þeim sem nú lifa, heldur
ekki síður að leggja grundvöll
þeirra vísinda, sem læknisfræði
framtíðarinnar mun byggjast á.
Þessi fórn kynslóðar fyrir þær
sem á eftir koma er ekki líkleg til
að verða raunveruleg fórn. I vís-
indum hefur jafnan gefizt betur að
stefna að fjarlægum markmiðum.
Ef meginstefnan er rétt, hnjóta
menn oft um hina eftirsóttu hag-
nýtu hluti, þar sem þeir síst
bjuggust við þeim.
Hrein stærðfræði er eins og stór
garður þar sem ólíkustu grös vaxa
hlið við hlið. 1 þessum garði stend-
ur illgresið við hlið nytjajurtar-
innar og döggin vökvar bæði
jafnt. Meðal illgresis þessa garðs
hafa oft fundizt jurtir, sem lengi
hafði verið leitað annars staðar.
Víðsýni stærðfræðinnar og um-
burðarlyndi fyrir öllu, sem
vex, lýsir vei þeim anda, sem
er aðall allra vísinda. I þessum
garði munu þau mót finnast, sem
bezt munu ganga við þá endur-
skoðun líffræðinnar, sem framund-
an er.
Sagt hefur verið um manninn
að hann sé eina dýrið, sem klifri
upp stiga sinna eigin hugtaka.
Víst er að hvarvetna á leið sinni
til aukins skilnings hafa mannin-
um opnazt nýjar víðáttur ónumins
lands. Erfðasyndin — skilnings-
eplið góða — býr með okkur enn-
þá, og við erum ekki líkleg til að
finna Eden nokkru sinni aftur.
Maðurinn er jafnvel orðinn svo
forhertur í synd sinni, að hann
þráir ekki einu sinni Eden fram-
ar, heldur fetar ótrauður þann
veg, sem eldri kynslóðir hafa
markað. Takist svo giftusamlega
til, að líffræðingar sleppi lifandi
frá uppgötvunum eðlisfræðinga er
lítill vafi á, að þeir munu gera
uppgötvanir, sem ekki munu
valda minni skilum í sögu manns-
ins, en eðlisfræði þessarar aldar
hefur gert. Hvort mannkynið
mundi sleppa lifandi frá hernað-
arlegum hártogunum þeirra upp-
götvana skal hér ósagt látið.
S. F.
„Kra.ftaverk eiga sér ekki stað í þeirri merkingu, sem almennt er
skilið það orð, hvorki hjá andalæknum né jarðneskum. Allar lækn-
ingar verða með náttúrlegu móti, hvort sem þær verða af völdum
ímyndaðra andalækna, eða jarðneskra.
En það er áhugamál okkar lækna, að eyða sem mest allri hjátrú
og viðhafa þær einar aðferðir til lækninga, sem byggðar eru á rétt-
um rökum og sviptar allri hindurvitnablæju."
Steingrímur Matthiasson.