Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 37
LÆENANEMINN
S7
þessum efnum. Öryrkjabandalag
íslands (félagasamsteypa allra ör-
yrkjafélaga landsins) hefur á
sínum vegum skrifstofu að
Bræðraborgarstíg 9 í Reykja-
vík. Starfsmaður þess, Guð-
mundur Löve, vinnur m. a. að
vinnu- og húsnæðis útvegun fyrir
öryrkja og aðra þá, sem aðstoð
þurfa vegna afleiðinga sjúkdóma
og slysa. Öryrkjabandalagið hefur
nýlega hafið byggingu á þremur
háhýsum í Reykjavík, sem ætluð
eru þeim til íbúðar, sem erfitt eiga
með að búa í venjulegu og/eða
mannsæmandi húsnæði vegna
skertrar líkamsgetu eða erfiðs
fjárhags af völdum sjúkdóma eða
slysa.
Sjálfsbjörg, Landsamband
Fatlaðra, hefur einnig miklar
byggingaframkvæmdir á prjónun-
um í Reykjavík og hefur þegar
hafizt handa. Þær byggingar eru
ætlaðar félagsstarfsemi meðlima
sambandsins, og bar verður einn-
ig margvísleg þjónusta fyrir ör-
yrkja, þar á meðal æfingastöð,
vinnustaður og húsnæði fyrir þá,
sem þarfnast sérstaks útbúnaðar
vegna meiriháttar lamana eða
bæklinga.
Hér hefur verið stiklað á stóru.
Ég hef leitast við að gefa hug-
mynd um endurþjálfun og lýst í
stuttu máli, hver aðstaðan er nú
til slíkrar starfsemi á Islandi,
og í enn styttra máli, hvaða áætl-
anir og framkvæmdir eru fyrir
hendi til umbóta. Það er augljóst,
að okkur skortir m. a. sérmenntað
starfsfólk til að reka viðhlítandi
endurþjálfun hér á landi, og ekki
sízt lækna til að stjórna og vera
ábyrgir fyrir læknisfræðilegum
hluta hennar. Ég get fullyrt, að
læknastúdentar og læknakandi-
datar sem ætla í sérnám, mundu
ekki skjóta fram hjá markinu, ef
þeir kynntu sér læknisfræðilega
endurþjálfun og tækju hana sem
sérgrein (nefnd orkulækningar í
núgildandi sérfræðingareglugerð).
Er undirritaður fús að veita um
þetta frekari upplýsingar.
Nóvember, 1966
HauTcur Þórðarson
Ha ha! Þú sprautaðir Bangsa.