Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 læknir, ef alvarlegt stórslys myndi henda í héraði hans? Einn leiðtogi okkar var raunar að þessu spurður og hann svaraði einfaldlega, að héraðslæknarnir myndu sjá um það. Svona ábyrgðarlaust tal, þegar um líf fjölda manns getur verið að tefla, á að varða við lög. Nú vil ég minna á, að miklar framfarir hafa orðið, og læknavís- indin hafa unnið umtalsverð afrek á því sviði, að koma stórslösuðu fólki til lífs. í gervöllum hinum siðaða heimi gera menn sér þess ljósa grein, að síaukinn hraði og vélmenning bíður heim stórslysunum, og engu er til sparað, að þeim verði mætt með sem beztum árangri. Þjálfað starfslið er til taks á sjúkrahúsunum, tækniútbúnaður full- komnaður sem unnt er, og almannavarnir þessara landa telja það eitt af sínum stóru hlutverkum að vera til aðstoðar með lið sitt, ef stórslys ber að höndum. Hér er ekkert til sparað, svo vel megi takast. En á ís- landi er þessu öfugt farið. Það er rætt um þessi mál eins og tíðarfarið og síðan flotið áfram sofandi. Almannavarnir grafa innan holt og heil fjöll, sem við eigum að hlaupa inn í, þegar sprengjan fellur, og sérfræð- ingur fer í útvarpið og segir Vestmannaeyingum að hlaupa upp á Helgafell, ef flóðalda kemur frá Surtsey, og hefði engum eyjarskeggja dottið það í hug hjálparlaust. Stofnanir, sem settar eru á laggirnar fyrst og fremst með pólitískt áróðursgildi í huga, leika jafnan grát- broslega sýndarleiki. Ég lít svo á, að það atriði, sem hér er verið að ræða, varði alla lækna og sá okkar, sem ekki teldi svo vera, ætti að svipast um eftir annarri atvinnu. Þess vegna vil ég spyrja að lokum: Hversu lengi eig- um við sjálfir með þögn okkar og aðgerðarleysi að vera sekastir allra? # Hér hefur verið rætt um neyðar- og slysaþjónustu í Reykjavík, helztu annmarka hennar við núverandi aðstæður og hversu úr má bæta. Ég hef sýnt fram á, að flest það, sem miður fer, stafar af skipu- lagsleysi annarsvegar, en kæruleysi hinsvegar. Mér þykir hörmulegt, að þurfa skuli að áminna lækna um sjálfsagða ábyrgð þeirra og kollegiali- tet. En einmitt nú, þegar við gerum auknar kröfur á hendur þjóðfélag- inu, er rétt að minna á, að við verðum einnig að gera kröfur til okkar sjálfra, svo við séum menn fyrir hinum fyrri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.