Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 47
LÆKNANEMINN
FRÁ KENNSLUMÁLANEFND
Norrænn fundur um kennslu- og
framhaldsmenntun lækna haldinn
í Gautaborg 7.—8. okt. 1966.
Fund þennan sóttu frá íslandi
þeir prófessor Snorri Hallgríms-
son og Jónas Hallgrímsson, dócent
frá Læknadeild H.Í., Ásmundur
Brekkan, yfirlæknir frá L.í. og
Karl Proppé st.med. frá Félagi
læknanema.
Fundur þessi var haldinn í fram-
haldi af fundi í Helsinki ’64, þar
sem til umræðu voru kennslumál
og þörfin á aukinni samvinnu
Norðurlanda á öllum sviðum
læknamenntunar. Var kosin nefnd
til að gera tillögur um sameigin-
legan grundvöll norrænnar lækna-
menntunar, og átti prófessor
Tómas Helgason sæti í henni fyrir
hönd íslands. Ávöxtur þeirrar
nefndar var síðan áðurnefndur
fundur í Gautaborg, en verkefni
hans var að ræða einkum um sér-
fræðingsmenntun, en jafnframt að
stofna norrænt kennslumálasam-
band. Á fundinum var síðan rætt
um kerfisbundna menntun sér-
fræðinga og menntun í „medicinsk
forskning“, en einnig var stofnað
áðurnefnt kennslumálasamband.
Eins og sjá má af dagskrá fund-
arins eru þetta ekki fundarefni,
sem snerta stúdenta fyrst og
fremst, heldur miklu frekar kandí-
data og lækna í framhaldsnámi,
svo og læknadeildir og kennslu-
spítala háskólanna. Um „medicinsk
forskning" fóru fram umræður,
sem athyglisverðar eru fyrir
stúdenta; töldu menn nauðsynlegt
að strax í byrjun væri námi stú-
denta hagað með tilliti til þessa,
og lögð áherzla á gildi slíkrar
menntunar fyrir allar greinar
læknisfræðinnar. En sitt sýndist
hverjum og voru sumir á þeirri
skoðun, að kljúfa mætti „medicinsk
forskning" að miklu leyti frá
praktiskri sérfræðimenntun.
Norræna læknakennslusamband-
ið er að vísu enn aðeins ráðgef-
andi, en vonandi er, að það verði
með tímanum sterkur samnorrænn
aðili með einhverju valdsviði. Hlut-
verk þess er einkum ætlað að
verða að styðja og bæta menntun
og vísindi á öllum sviðum læknis-
fræðinnar, ennfremur að annast
skipulagningu og samvinnumál
innan norrænnar læknisfræði, sem
og að halda uppi sambandi og sam-
vinnu við læknisfræðina annars
staðar í heiminum.
Það er einnig tekið fram, að það
skuli styðja hvers konar tilraunir
og rannsóknir, sem varða lækna-
kennslu, og er vonandi, að það
verði meir en orðin tóm, a.m.k. var
einn læknanemi kosinn í stjórn
nefndarinnar fyrir hönd allra
læknanema á Norðurlöndum. Var
sá finnskur, en las læknisfræði í
Árhúsum. Það er e.t.v. einkenn-
andi, að hann skyldi valinn. Hann
hafði sér nefnilega til ágætis að
vera prýðilega mælskur á finnsku,
sænsku og dönsku. Læknanemar í
Finnlandi tala misvel sænsku, og
flestir skilja ekki dönsku og illa
norsku. Meðal hinna yngri manna
á mótinu mátti því oft heyra tal-
aða ensku. Þetta er náttúrulega
ekki fallegt til afspurnar, en þetta
á líklega eftir að verða enn meira