Læknaneminn - 01.11.1967, Side 8
8
LÆKNANEMINN
um þann tíma, sem fer í
deyfinguna.
b) Möguleiki á intoxikatio, ef
stasi bilar, áður en deyfi-
lyfið hefur bundizt, eða ef
stasa er sleppt of snemma,
þ. e. áður en 20 mín. eru
liðnar frá innspýtingu.
c) Þar sem handleggurinn
dofnar ekki nema upp að
neðri brún stasans, veldur
stasinn sjálfur óþægindum
og því meiri, því lengur sem
hann er hafður. Þau óþæg-
indi má koma í veg fyrir
með því að hafa tvo stasa
um upphandlegginn og
nota þann efri fyrst, en
pumpa upp þann neðri,
þegar handleggurinn er
orðinn dofinn, og sleppa
síðan þeim efri.
d) Sé tæmt úr handleggnum
með vafi (Esmarchsbindi),
er nokkur hætta á, að nálin
fari út úr æðinni. Er því
aukið öryggi í því að nota
flexibel nál eða æðakathet-
er.
Þar eð Citanest fæst ekki hér-
lendis (sjá síðar), hef ég notað
Lidocain non vasoconstrigens 1%
40—50 ml. Ég flaskaði fyrst á því
að nota ekki nógu mikið vegna
ótta við toxiska verkun, en með
áður nefndu magni fæst góð deyf-
ing, 09; hef ég ennþá ekki séð neina
komplikation. Að vísu er eigin
reynsla lítil. Ég hef reynt þessa að-
ferð nokkrum sinnum síðustu tvö
árin, en ég sá aðferð þessa í Skot-
landi 1965. Á handkirurga þingi
sl. vor í Sviss voru flutt tvö er-
indi um þessa deyfingu og henni
hælt á hvert reipi. í þessari deyf-
ingu má gera hvaða aðgerð sem
er á handlegg og hendi, t. d.
reponera radius broti.
Um deyfingu á fingrum er
óþarfi að ræða að öðru leyti en
því, að ráðlegt er að nota ekki
vasoconstringerandi efni í deyfi-
lyfjum við fingurdeyfingar, þar
eð komið hefur fyrir æðaspasmi,
valdandi gangreni. Reyndar
hefur komið fram gagnrýni
á það að deyfa frammi á fingrum
vegna hættu á gangreni, enda þótt
ekki séu notuð vasoconstringer-
andi efni. Beri því að deyfa digi-
tal-taugar í fremstu lófafellingu.
Þetta er áreiðanlega óþarfa varúð,
þar sem gangren hætta er mjög
lítil. Þó ber að hafa þetta í huga,
þar sem circulation er léleg fyrir,
svo sem eftir meiri háttar trauma
á fingrum, þar sem engu má muna
með blóðrásina.
Deyfing á neöri extremitetum.
Til þess að deyfa allt neðra
extremitet þarf að deyfa tvær
stórar tugar, n. ischiadicus og n.
femoralis, og tvær minni að auki,
n. cutaneus femoris lateralis og
n. oburatorius. Tvær þær fyrr-
nefndu eru stórar taugar og gef-
ast ekki upp fyrir neinum smá
skömmtun. N. isch, þarf jafn mik-
ið og plexus brach., en n. fem.
lítið eitt minna. Til þess að deyfa
þær báðar þarf 30—35 ml. af
lidocain 2%, eða 600 mg minnsta
skammt, en ekki er talið ráðlegt
að fara yfir 500 mg. Það er því
útilokað að deyfa báðar taugarn-
ar með lidocain. Og þá er eftir að
deyfa tvær taugar til þess að
deyfa allt extremitetið. Carbocin
(frá Winthorp) er talið minna
toxiskt en lidocain, en samt fer
yfir maximal dosis, ef deyfa skal
allar taugarnar. Það hefur því
ekki verið völ á staðdeyfilyfi til
þess að deyfa allt neðra extre-
mitetið, svo að gagn væri að, fyrr
en Citanest kom til sögunnar.
Citanest er localanestheticum,