Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 28
28
LÆKNANEMINN
nefna örfá mál. Mjög miklar um-
ræður urðu um fundi samtakanna
og hvort ætti að breyta þeim. Að
lokum varð niðurstaðan sú, að
þeir skyldu vera óbreyttir eða að-
alþing og fundur stúdentaskipta-
stjóra í ágúst og ársuppgjör
stúdentaskiptastjóra og fundur
framkvæmdaráðs (Executive
Board) í desember. Einnig urðu
miklar umræður og rifrildi inn
ársgjöld samtakanna, en til um-
ræðu var að hækka þau til að bæta
fjárhaginn. Ég beitti mér fyrir
því, ásamt Hollandi og Líbanon,
að ársgjöldin yrðu hækkuð um
100%, en að gjöldin yrðu í meira
samræmi við meðlimafjölda félag-
anna en verið hefur. Sem dæmi
má nefna, að hver læknanemi hér
greiddi áður u. þ. b. 20 sinnum
meira til IFMSA en hver fransk-
ur læknanemi. Ekki náðu þessar
tillögur okkar fram að ganga
nema að nokkru leyti, og virðist
sem stór félög eins og i Frakk-
landi, Þýzkalandi og Bretlandi,
hafi ennþá mixmi fjárráð en okk-
ar félag.
Mjög mikið var rætt á þinginu
um framtíð samtakanna og hvaða
stefnu ætti að taka í hinum og
þessum málum. Þessar umræður
voru mjög langar, og gat ég lítið
lagt til þeirra mála, vegna þess
hve lítið ég vissi um IFMSA áður
en ég fór. Hins vegar var þetta góð
lexía fyrir mig 1 málefnum sam-
takanna og mjög gaman var að
ræða við fólk, sem hefur unnið að
þessum málum í mörg ár.
Ekki var minna skemmtilegt
að sitja á kvöldin yfir bjórglasi
og ræða við læknanema úr fjar-
lægum löndum um heimsvanda-
málin. Ég get ekki stillt mig að
nefna hér lítillega tvö stórpólitísk
mál, sem ég kynntist þarna á nýj-
an hátt, en það eru vandamálin í
S.-Afríku o g deila Israels og
Araba.
Frá Suður-Afríku áttu að koma
tveir fulltrúar, en aðeins annar
þeirra fékk vegabréf. Sá, sem ekki
fékk að fara úr landi, er af ind-
verskum ættum, en sá, sem kom,
er af enskum ættum. Með okkur
tókst góður kunningsskapur, og
fræddi hann mig mjög mikið um
S.-Afríkur og apartheid stefnuna.
I landinu eru 5 læknaskólar, í
tveimur eru eingöngu hvítir stúd-
entar, í hinum þremur eru bæði
hvítir og litaðir. Hvítu skólarnir
hafa sameiginlegt félag, sem ekki
fær aðild að IFMSA, vegna þess
að apartheid brýtur í bága við
stofnskrá samtakanna. Blönduðu
skólarnir þrír hafa félag, sem er
aðili að IFMSA. Ríkisstjórn S.-
Afríku gerir félagi þessu allt til
bölvunar, vegna þess að tilvera
þess er ekki í samræmi við apar-
theid. Fulltrúinn, sem kom á þing-
ið, var í júní kosinn formaður
blandaða félagsins, en samdægurs
kom lögreglan og tók hann fast-
an. Hann var síðan í þriðju gráðu
yfirheyrslum frá morgni til kvölds
í þrjá daga, en þá var honum
sleppt lausum heldur illa til reika.
Honum til undrunar var honum
síðan leyft að fara úr landi. Hann
langaði til að taka að sér embætti
í IFMSA, en þá hefði hann orðið
að hafa samband bæði við svört
Afríkuríki og Austur-Evrópuríki,
en það hefði þýtt margra ára
fangelsi fyrir alla stjórn lækna-
nemafélagsins.
Líbanon er eina Arabaríkið í
IFMSA, og eru þeir mjög dugleg-
ir og áhugasamir í samtökunum.
Þaðan voru 4 fulltrúar. Um dugn-
að og áhuga ísraelsmanna má það
sama segja. Þaðan voru 2 fulltrú-
ar. Ég kynntist vel öllum þessum
6 ágætismönnum, og þótti mér það