Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 6
6
LÆKNANEMINN
til takist. Sama gildir um venurn-
ar, sem þarna eru, en óþarft er að
taka fram, að þarna, sem annars
staðar, þarf að tryggja sér það, að
ekki sé dælt deyfilyfi intravas-
culert.
3) Brachialgia eftir plexus
deyf. hefur verið nefnd, en það
skeður sjaldan.
4) Horner’s symptom (miosis,
vottur af ptosis og roði á andliti
þeim megin, sem deyft er) sést
stundum. Hefur deyfingin náð til
ganglion stellatum. Stundarfyrir-
bæri, sem ekkert gerir til, utan
hvað það getur valdið ótta.
Kostir: Plexus brachialis er
auðvelt að finna á þessum stað.
En ástæðan til þess, að deyfing
bregzt er sú, að ekki er deyft á
réttum stað. Með því að deyfa
ekki, fyrr en sjúkl. finnur greini-
lega sting niður í höndina, trygg-
ir maður sér góðan árangur. Ef
farið er eftir þessu mikilvæga
atriði, bregzt plexus brachiaiis
deyfing sjaldan.
Axillar-deyfing.
í axillu liggja stofnar allra
tauga, sem fram í handlegginn
fara í sama bandvefsslíðri og
arteria og vena axillaris. Byggist
axillar-block á því að sprauta
deyfilyfi inn í þetta bandvefsslíð-
ur. Velja má um tvær leiðir, þá
efri og þá neðri.
Efri axillar deyfing: Abductioi
axlarlið. Nota langa og granna
nál, palpera a. axillaris og stinga
nálinni inn efst í holhöndinni yfir
æðinni og beina henni upp á við,
þar til slög æðarinnar hreyfa vel
nálina. Sprauta þar 20 ml. 2%
lidocain með adr.
Neðri axillar deyfing: Deyfi-
lyfi er sprautað inn í æða-tauga-
slíðrið neðst í axillu, þar sem æð-
in skiptir um nafn og heitir eftir
það a.brachialis. Gallinn við þessa
leið að taugunum er sá, að á
þessu svæði hefur n.musculocut-
aneus tekið sig út úr hópnum og
skilið við n.medianus, sem hann
var með í sama stofni (lateral
cord) uppi í axillunni, og fer nú
sínar eigin götur utan slíðursins
gegnum eða aftan við m.coraco-
brachialis, síðan á milli biceps og
brachialis, um leið og hann inn-
erverar þessa þrjá. Kemur síðan
út undir húðina lateralt ofan við
olnbogann og sér um sensibilitet
radialt á framhandlegg. Til þess
að ná til n. musculocutaneus með
deyfilyfi eftir þessari leið, þarf
lyfið að fljóta upp eftir æða-
taugaslíðrinu. Til þess að svo
megi verða, þarf að stasa neðan
við staðinn, þar sem sprautað er.
Aðferðin er annars þessi:
1) Handleggurinn í abductio.
Arterian fundin, þar sem hún
liggur medialt og aftan við caput
breve á biceps. Sé maður í vafa
um staðinn, finnst hann með því
að láta sjúkl. spenna biceps
Arterian finnst þá pulsera aftan
til við kantinn á vöðvanum. Einn-
ig má finna æða-taugaslíðrið með
því að þrýsta þéttingsfast með
fingri á áður nefnt svæði. Þegar
taugarnar lenda á milli fingurs-
ins annars vegar og humerus
hins vegar, veldur það sjúkl.
greinilegum sársauka.
2) Stasi bundinn um handlegg-
inn, rétt ofan við insertio m.
deltoideus.
3) Nota stutta og granna nál
(nr. 16). Stungið inn að æðinni
ofan við stasann. Þegar nógu langt
er komið, hreyfist nálin með æða-
slögunum. Nálin fyrst höfð aftan
til við æðina, og þar sprautað 10
ml. lidocain m. adr. 2%. Nálin
síðan færð fram fyrir æðina, og
þar sprautað öðrum 10 ml.