Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 48
LÆKNANEMINN
U
7) Old Gold reykjandinn á snigla.
8) Það eru reyktir Kool vindl-
ingar í gula húsinu.
9) Mjólk er drukkin í miðhús-
inu.
10) Norðmaðurinn býr í fyrsta
húsi til vinstri.
11) Sá, sem reykir Chesterfield,
býr í næsta húsi við þann,
sem á refinn.
12) Kool vindlingar eru reyktir í
húsinu við hliðina á hesteig-
andanum.
13) Lucky-Strike reykjandinn
drekkur appelsínusafa.
14) Japaninn reykir Parliament.
15) Norðmaðurinn býr í næsta
húsi við bláa húsið.
Jæja, hver drekkur vatn, og
hver á zebrahest?
Bergenbúi nokkur fór tii læknis og leitaði ráða hans.
— Ég hefi mikinn áhuga á knattspyrnu og það svo, að á hverri
nóttu dreymir mig að ég sé að horfa á knattspyrnu og á morgnana er ég
gjörsamlega útkeyrðir, — hvað á ég að gera.
— Skiptið alveg um lífsreglur, sagði læknirinn. Nú gef ég yður
sterkt svefnmeðal, sem þér skuluð taka inn snemma í kvöld og svo sof-
ið þér eins og steinn draumlaust í nótt.
— Æ, má ég ekki bíða með svefnmeðalið til annarskvölds, læknir
góður, vegna þess að í nótt keppir knattspyrnufélagið ,,Brann“ við Berg-
ensliðið á heimavellinum okkar!
#
Um síðustu aldamót skar augnlæknir í London upp augu á klæð-
skera einum, sem var að verða blindur. Uppskurðurinn heppnaðist svo
vel, að klæðskerinn sá til að þræða smánálar á eftir En læknirinn gerði
um leið þá merkilegu uppgötvun, að klæðskerinn gat ekki með nokkru
móti lesið á bók.
Fjöldi lækna kom saman til að ræða þetta einkennilega fyrirbrigði,
en þeir komust ekki að neinni niðurstöðu og varð endirinn sá, að þeir
gáfu út stutta yfirlýsingu um þennan merkilega augnsjúkdóm.
Það var ekki fyrr en nokkru síðar að systir klæðskerans gaf þær
upplýsingar að hann væri alls ekki læs!
#
Fyrir nokkru sluppu fimm hættulegir sjúklingar út af geðveikra-
hæli í París. Lögreglan hóf þegar víðtæka leit og var öllum bifreiðum
hennar tilkynnt um atburðinn gegnum talstöðvarnar og skipað að taka
alla fasta, sem hegðuðu sér grunsamlega.
Eftir tvær klukkustundir hafði lögreglan komið með fimm hundruð
manns á lögreglustöðvarnar, — en enginn hinna geðveiku voru meðal
þeirra.