Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Side 21

Læknaneminn - 01.11.1967, Side 21
LÆKNANEMINN 21 Guðmundur Jóhannesson, læknir: Dysplasia og cancer cervicis in situ Með tilkomu vaginalcytologiu höfum við fengið í hendur betri möguleika til að greina snemma ca. cervicis in situ og þær breyt- ingar á cervix, sem í mörgum til- fellum hafa reynzt undanfari hans. Ég tel því vel til fallið að minnast nokkrum orðum á greiningu og meðferð þessara breytinga, áður en rætt er um cancer uteri almennt. Frá því að Papanicolaou birti bók sína 1943, hefir notkun vaginal cytologiunn- ar aukizt stöðugt, og víða hafa verið gerðar hópskoðanir á viss- um aldursflokkum kvenna. Til dæmis var á árunum 1949—1960 tekið vag.strok hjá um 150 þús. konum í British Columbia í Canada. Þannig var rannsakaður þriðjungur allra kvenna yfir 20 ára á þessu landsvæði. 1 þessari rannsókn fundust og voru með- höndluð 828 tilfelli af cancer in situ. Á sama tíma hafði tíðni ífar- andi krabbameins í leghálsi lækk- að um 30,6%. Þessi góði árangur hvatti til bjartsýni og athafna annarsstaðar, og hafa hópskoðan- ir kvenna orðið snar þáttur í starfsemi krabbameinsfélaga víða um heim. Hins vegar hefir árang- urinn af þessari starfsemi annars- staðar ekki enn sýnt sig í lækk- aðri tíðni ífarandi krabbameins í leghálsi. I Östfold í Noregi hefir t. d. verið rekin leitarstöð og skoðaður meiri hluti kvenna í héraðinu reglubundið síðustu tíu árin. Þrátt fyrir skipulega og skelegga meðferð á þeim ca. in situ tilfellum, sem hafa uppgötv- azt, hefir tíðni ífarandi krabba- meins aukizt á þessu tímabili. Þetta segir þó ekki nema hálfan sannleikann, þar sem slík rann- sókn hlýtur að hafa í för með sér, að bað verða fyrr greind cancer tilfelli, sem annars hefðu gengið ógreind, kannske í len°ri tíma, og fjöldi þessara tilfella þess vegna dreifzt á fleiri ár, ef þessi skoðun hefði ekki verið fram- kvæmd. En það, sem þó er gleðj- andi við sýnilegan árangur bess- ara hópskoðunar í Östfold, er, að tíðni stadium I hefir aukizt úr 30% fyrsta árið unp í 70% síð- asta árið, sem þýðir mun bætta prognosu fyrir meiri hluta siúk- linaanna með ífarandi krabba- mein. Mikið hefir verið rætt um sam- bandið á milli staðbundins og ífarandi krabbameins. Það virðast skiptar skoðanir á, hvort hér sé um sama sjúkdóm að ræða. Að ca. in situ gangi í vissum tilfellum

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.