Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 45
LÆKNANEMINN U Guðrún Agnarsdóttir, stud. med. ilm bækur og fleira Senn er sumar að hausti, og menn setjast á bekki við lestur. Undanfarin ár hafa verið á döf- inni tillögur að breyttri kennslu- tilhögun í læknadeild, og er það vel. Mun þá mönnum ætlað að læra betur og meira en áður, þeg- ar hin nýja námskipan tekur við Hvort fæðast Jcennarar? Um daginn rakst ég á grein (N. E.J.M. 17—8—67), sem spurði: Hvort fæðast kennarar? Spyrj- andinn var ekki alltof ánægður með kennara Jæknanema í landi sínu, spurði, hvort meirihluti kennaranna væri alls óhæfur til kennarastarfa, og það sem verra væri, gerði sér það ekki ljóst. Hann taldi með ólíkindum, að höfuðkostir hins góða kennara yrðu lærðir, en væri ekki hægt að bjarga málunum við? Það er ábyrgðarmikið og vanda- samt starf að ala upp lækna og mikið í húfi, að vel sé gert. Is- lenzkir læknanemar eru ekki á nástrái, hvað góða kennara snert- ir, en mönnum eru mislagðar hendur til verka, og tæpast eru læknar af guðs náð betur ti1 þess fallnir að kenna en aðrir. Það væri ekki fráleitt, að þeir, sem annast eiga beina kennslu læknanema, fengju til þess nokkurn undirbún- ing, lærðu kennsluaðferðir og kennslutækni, sem nú eru hinar margvíslegustu. Slíkt tíðkast með allmörgum starfsgreinum öðrum, þar sem kennsla er veitt, að menn læri að kenna öðrum, og er það sízt til minnkunnar. Hraðskólar. í Bandaríkjunum hafa á undan- förnum árum verið gerðar tilraun- ir með mikla styttingu læknanáms. (N.E.J.M. 3-11-66, Time 14-7-67). Þar sem þekkingarlopinn teygist nú sífellt á langinn í læknavísind- um, er um það að velja að auka við námsefnið og lengja námstím- ann, eða að þjappa efninu betur saman og nýta tímann mun betur. Eins og búast mátti við af því mikla landi hraðans U.S.A., var síðari kosturinn tekinn. Tilraun var fyrst gerð 1959, og tók þá menntaskólanám og læknisfræði- nám samanlagt 7 ár. Hefur nú hraðinn aukizt að vonum, og varir nú hvort tveggja 5 ár, þar sem stytzt er. Fuhyrt er, að hraðskól- ar þessir kenni námsefni mjög svipað og aðrir skólar hæggeng- ari, en nýti tímann mun betur. I starfi hafa þeir hraðmenntuðu staðið sig engu síður en hinir hægmenntuðu, jafnvel betur. Er samanburður þó óáreiðanlegur. þar sem einvalalið hefur valizt í tilraunir þessar. Sumum hinna útvöldu finnst þeir þó hafa misst af lífinu, meðan á námi stóð, og ráð- leggja engum hraðmenntun, en kennararnir segja: ,,Komið þeim inn á sjúkrahúsin, svo að þeir geti gert eitthvað gagn, áður en þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.