Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 32

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 32
32 LÆKNANEMINN orðið fyrir heilaskemmdum, heila- sködduð börn, og að lokum geð- veik eða psykotisk börn. Auk þess- ara flokka eru margir aðrir, en þessir eru aðalflokkarnir. Algengt er, að markalínumar milli þessara sjúkdóma séu ekki greinilegar, og getur sama barnið þjáðst af fleir- um en einum sjúkdómanna. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að gefa tæmandi lýsingu á öllum þessum sjúkdómum, en reyni heldur að drepa á ýmislegt, sem varðar nevrótísku börnin og þau umhverfissködduðu. Það er ekki af fordild, sem ég nota útlent orð, nevrósa, heldur af skorti á heppilegu íslenzku orði. Kannski er ekki ástæða til annars en nota þetta orð áfram, — hugtakið er alþjóðlegt og er notað í öllum þeim málum, sem ég þekki til. Nevrósa er skilgreind sem sál- rænn sjúkdómur, sem byggir ekki á þekktum líkamlegum grundvelli, og höfuðþættir sálarlífsins eru óspjallaðir. Þessi sjúkdómur er einhver hinn algengasti, sem þjáir mann- fólkið. 'Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós, að um það bil 30% barna þjást af einhvers konar sál- rænum vandræðum, og eru þar nevrósur og umhverfissköddun al- gengustu orsakirnar. Þessi tala kemur vel heim við tíðni sálrænna sjúkdóma hjá fullorðnum, og er ekki úr vegi að bera tölurnar sam- an. þar sem sálsjúkdómar fullorð- inna fara oftast að sýna einhver einkenni strax á barnsaldri, þegar nánar er að gáð. Þetta er geigvænleg tala. En samt er ekki ástæða til að örvænta. Flest þessara barna hafa ekki við meiri vandamál að stríða en svo, að undir venjulegum kringumstæð- um koma ekki meiri sjúkdómsein- kenni fram en svo, að börnin eru sæmilega aðlöguð þjóðfélaginu. Þau eiga flest eftir að verða nýtir þjóðfélagsborgarar, nema þau rati í meiri háttar ytri örðugleika. Þá sýnir það sig oft, að nevrósan hefur sogið í sig svo mikið af and- legum kröftum þeirra, að þeim tekst ekki að standast álagið. Hverjar séu hinar eiginlegu or- sakir sjúkdómsins, hefur mönnum enn ekki tekist að skýra fullnægj- andi. Orsakirnar eru engan veg- inn einfaldar og eru raunar marg- ar. Þegar tekið er tillit til, að mannsheilinn er flóknasta fyrir- brigði, sem til er, gefur auga leið, að þegar truflanir á starfsemi hans koma til, verður viðfangs- efnið engu einfaldara. Enn skortir mikið á, að mönnum hafi tekizt að útskýra starfsemi heilans, en reynt er að komast nær sannleik- anum á ótal vígstöðvum. Fljótt á litið virðist arfgengi skipta miklu máli. Allavega er greinilegt, að í sumum fjölskyld- um eða ættum eru nevrósur al- gengari en í öðrum. En málið er ekki endilega svo einfalt. Ef við hugsum okkur barn, sem elst upp í fjölskyldu, þar sem annað for- eldrið eða bæði eru andlega þjáð, eru meiri líkindi til, að vandræði myndist í sálarlífi barnsins. Þá er erfitt að greina, hvort það sé ætt- arfylgja eða óheppileg meðferð, sem hefur orðið til þess, að barnið hafi orðið sjúkt. Stundum er nevrósa skilgreind sem andlegur sjúkdómur, fram- kallaður af áhrifum frá umhverf- inu. Skilgreining sálgreina á sjúk- dómnum er sú, að ómeðvituð bar- átta fari fram í undirvitundinni. Það, sem kemur þessari baráttu af stað, má segja að sé, þegar um- hverfi, foreldrar eða aðrir uppal- endur hafa ekki skilning á þörfum barnsins og neyða það til að bæla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.