Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Side 17

Læknaneminn - 01.11.1967, Side 17
LÆKNANEMINN n hælana. Helztu aðgerðir sem þeir gerðu voru: burtskurður tumora, skorið inn á abscessa, dren sett í abscessa, stungið á og hleypt út vökva úr kviðarholi (ascites), aðskotahlutum náð út, en þeir notuðu jafnvel segla til þess, saumuð sár, en til þess notuðu þeir nálar og hár eða hamp, eða jafn- vel maura. Þess er getið, að maurar hafi verið notaðir til að bíta saman sár í þörmum eða æðaveggjum, og voru maurarnir þá látnir ná góðu biti og þeir síðan klipptir sundur í miðju, en þá hélt hausinn bitinu. Handlæknarnir gerðu margar plastiskar aðgerðir, en frægust þeirra er rhinoplastiska aðgerðin, þar sem húð af kinn eða enni var notuð til að forma nýtt nef, en ein helzta refsing við fram- hjáhaldi var afskurður á nefi. Við aðgerðir sínar hafa þeir notað alkóhól og önnur lyf til svæfinga. Verkfærin voru einkum úr stá'i og var talan fastákveðin, 101 ávalt og 20 hvöss. Töluvert hefur komizt upp af sjúkrahúsum á þessum tíma, og þeir hafa gert hálfgildings bólu- setningu gegn kúabólu með því að smita einstaklinginn með greftri úr bólu á sjúklingi eða kú með bóluna (variolation). Mongóla tíminn. Indverskri læknislist hrakaði á þessum tíma, enda fluttu súhan- arnir inn lækna erlendis frá, og allir helztu hirðlæknarnir voru arabiskir, en ekki Hindúar eins og áður. E) Kína. Konfusius (551—479 f. Kr.) hinn mikli spámaður Kínverja hefur orðið þess valdandi, að kín- versk læknislist staðnaði í þeim horfiun, sem hún var í fyrir þús- undum ára. Hann hvatti meðal annars til mikillar afturhalds- stefnu og forfeðradýrkunar, sem hefur eins og aðrar kenningar hans formað mjög hugsanagang Kínverja. Hann bannaði einnig krufningar og skurðaðgerðir með hnífum. Ekki hafa þessar kenn- ingar þó náð föstum rótiun í hug- um Kínverja þegar í stað, he>dur hefur það tekið nokkrar aldir. Kínversk læknislist á sér rætur mjög langt aftur í tímann, en þjóðsagan segir, að upphafsmað- ur hennar hafi verið Fu Hsi (ca. 2953 f. Kr.) en hann mun hafa verið fyrsti keisarinn í Kína, og síðan hafi keisararnir Shen Nung (ca. 2838—2698 f. Kr.) og Huang Ti (ca. 2698—2598 f. Kr.) haldið henni áfram. Því hefur verið haldið fram, að sá síðastnefndi þessara keisara, „Guli keisarinn“, sé höfundur eins helzta heimildarrits allra tíma í kínverskri læknisfræði, „Nei Ching“, en líklega mun sú útgáfa, sem til er í dag, vera frá um 300 f. Kr. I þessu verki er minnst á krufn- ingar, en þær munu þó ekki hafa verið við hafðar eftir að kenn- ingar Konfusiusar festu rætur, og meira að segja var það svo, að fyrsti nútíma læknaskólinn í Kína, Viceroy’s Hospita1 Medical School, sem stofnaður var 1881, hafði ekki krufningar á dagskrá löglega fyrr en 1913. Anatomisk þekking Kínverja var því mjög í lausu lofti, og virð- ist, eins og lífeðlisfræðin, hafa verið mjög mikið byggð upp af heimsspekilegum kenningum og tölum, sem höfðu ákveðin gildi í heimsspekilegum skilningi. Það voru 365 bein í körlum, 360 í kon- um og liðamótin voru 365. Það

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.