Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 38
LÆKNANEMINN SJf það mesta raun, sem maðurinn get- ur ratað í“. Vandamál af þessu tagi eru aug- sýnilega ekki ný af nálinni. Þau hafa ávallt verið til, en fram á vora daga hefur þjóðfélagið ekki séð ástæðu til að reyna að hafa áhrif á þau. Eins og ég minntist á, þjást um 30% fullorðinna af andlegum sjúkdómum, sem betur fer oftast vægum. Hin andlegu vandamál, sem þau eiga við að stríða, geta lagt hald á meginhluta orku þeirra, og þá má búast við, að sú fyrirhöfn og áhyggjur, sem fylgja því að sinna barni eða börn- um, reynist þeim ofviða. Þau svipta þau gjarnan möguleik- anum á að veita bömunum þá um- hyggju og ástúð, sem er eitt meg- inskilyrði þroska þeirra. Samband- ið milli foreldranna er ef til vill svo spennt, að það tekur á sama hátt meginhluta kraftanna. Þessi spenna getur oft verið undanfari þess, að foreldrarnir leysi upp sambúðina, og má nærri geta, að börnin em þá ekki vel undir það álag búin, sem fylgir skilnaði for- eldranna. Enn er þess að geta, að á tímabilum, sem mikilvæg eru fyrir tilfinningaþroska barnanna, geta tímabundin vandræði steðjað að, sjúkdómar, efnahagsvandræði og f jöldamargt annað, sem raskar öryggiskennd barnanna. Þá er ekki ólíklegt, að jafnvægi skorti hjá foreldrunum til að taka nýjum hegðunaratriðum í fari barnsins. Þá getur barnið komizt í sjálf- heldu með hvatir sínar, hegðunin versnar enn og verður til að skaða sambandið milli foreldris og barns enn meir. Þannig getur svikamylla byrjað, sem ekki leysist alltaf, þótt vandræði foreldranna líði hjá. Ég minntist á skaðleg áhrif þess, þegar börn missa foreldra si’na og erfiðleika kringum skilnað foreldra. Þar erum við komin að flokki barna, þar sem vandræði eru algengari en í flestum öðrum hópum. Það eru börnin, sem ekki alast upp hjá foreldrum eða aðeins öðru þeirra. Þó að við þekkjum öll mörg dæmi þess, að börn hafi lánast vel undir þeim kringumstæð- um, þá er ástæða til að veita þess- um börnum sérstaka athygli og undir flestum kringumstæðum að reyna að hjálpa til að varðveita heimilin og vinna gegn því, að of mörg börn þurfi að alast upp hjá vandalausum eða á barnaheimil- um. Komizt hefur verið svo að orði, að foreldrar geti tæpast ver- ið svo slæmir, að þeir séu ekki betri en engir foreldrar. Varla er hægt að minnast á nein hegðunarvandkvæði barna, sem ekki geta verið einkenni nevrósu. En því fer fjarri, að svo sé alltaf. I stórum dráttum má segja, að sjúkdómseinkennin skiptist í tvo flokka. Á öðru leitinu eru börnin, þar sem einkennin beinast út á við, kallað aggression eða árás. Barnið gerir uppreisn gegn um- hverfi sínu. Uppreisnin beinist ekki greinilega gegn því, sem er hin raunverulega orsök til vandræð- anna. Það gerir uppreisn gegn því, sem það í augnablikinu upplifir sem óréttmætar kröfur til þess. En á sama hátt á umhverfið ekki auðvelt með að skilja, hvað það er, sem barninu mislíkar, og finnst það setja sig upp á móti réttmæt- um kröfum. Oft eru líka kröfurn- ar réttmætar, skilninginn vantar bara á samhengi málsins. Þessi börn eru oft vandamál í skólanum, leikskólanum eða öðrum stofnun- um, sem vinna að aðlögun barn- anna að þjóðfélaginu. Þau eru gjarnan óróleg, eiga erfitt með að einbeita sér, og nám veitist þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.