Læknaneminn - 01.11.1967, Side 19
LÆKNANEMINN
19
ríkið. Læknar voru launaðir eftir
getu.
Það er ekki fyrr en með Búdda-
trúnni (ca. 700—800 e. Kr.), að
sjúkrahús, í þess orðs merkingu,
fara að koma til sögunnar. Að
lokmn má segja, að þótt Kínverj-
ar hafi komizt nálægt því að gera
margar merkar uppgötvanir, hafa
þeir aldrei komizt að neinum af-
gerandi lokaniðurstöðum.
Þórarinn Arnórsson
Heimildir: Eneycopelia Britannica.
A History of Medicine: Ralp H. Major
M. D.
Sumir kunna að halda, að læknar séu upp til hópa meinlætamenn.
Neyti lítils eða jafnvel einskis áfcngis né tóbaks og bíti af sér ásókn
fagurra kvenna, fram yfir það, sem bráðnauðsynlegt má kalla, tii að
viðhalda stofninum. Ekki verður sagt, að það sé alveg út í hött að áætla
læknum slíka lifnaðarhætti, að minnsta kosti hvað tóbak og áfengi
áhrærir, því engir vita að sjálfsögðu betur en læknar, hvílík óhollusta
er að neyzlu hvers konar eiturefna. — Raunin mun þó vera sú, að lækn-
ar falli ekki áberandi sjaldnar fyrir þessum skaðsamlegu efnasambönd-
um en annað fólk, og einnig mun reynslan hafa sýnt, að náin umgengni
lækna við sjúkdóma og dauða, er ekki sá heimill á lífsgleði þeirra og
lífsfjör, að það haldi þeim öðrum stéttum fremur frá nánum kynnum
við það kynið, sem meiri þroska hefur náð í líkamsfegurð og hjartahlýju.
Er raunar vafasamt, hvort síðasttalda atriðið er kostur eða galli,
fremur mundi ég hallast að því, að telja bæri það til kosta, þvi þótt lífs-
glaðir læknar kunni að vera eitthvað lausari við en hinir, þá vegur þar
á móti að þeir hafa mun betri áhrif á sjúklinga. — Úrillur læknir stendur
sjálfur oft nær því að vera sjúklingur en heilsubótafrömuður.
(Kvikmyndagagnrýni úr Mbl.)