Læknaneminn - 01.11.1967, Side 24
LÆKNANEMINN
21f
fremst diagnostísk aðgerð. Hún
hefir þrjú meginmarkmið: 1. Að
fá frekari staðfestingu á þeirri
bitabiopsiu, sem þegar er gerð.
2. Að útiloka, eftir því sem hægt
er, ífarandi krabbamein.
3. Sem fullnægjandi meðferð,
þar sem ca. in situ breytingin virð-
ist takmörkuð innan keilunnar og
skurðbrúnir fríar, enda fáist á því
frekari staðfesting með neikvæð-
um frumuprófum eftir aðgerð.
Conisation eða conus-biopsía.
Þessi aðgerð er í því fólgin, að
skorinn er keilulaga fleygur úr
cervix, eins og meðfylgjandi mynd
a b
í a, einkum ectocervieal, og b endo-
cervical ca. in situ. Atypiskt epithel er
svart. Brotnu strikin sýna skurðlín-
urnar.
sýnir. Cancer in situ breytingarn-
ar eru ei sjaldan takmarkaðar við
smá blett og oftast staðsettar á
mótum endocervix og flöguþekj-
unnar, en geta þó verið meira
perifert á portio eða lengra uppi
í cervical canalnum. Það er þess
vegna mikilvægt að leita allra til-
tækilegra ráða til að staðsetja
þessa breytingu, áður en farið er
út í aðgerð. Þegar um er að ræða
breytingar á yfirborði portio,
kemur svokallað Schiller próf að
vissum notum í þessu sambandi.
Sennilega vegna breytilegs
glycogen innihalds, litast epithelið
mismunandi, þegar það er penslað
með joðupplausn. Heilbrigð flögu-
þekja drekkur í sig joðlitinn og
litast dökkbrún, eða joð-jákvæð.
Kirtilþekjan og útvöxtur hennar á
yfirborð portio (ectopion) og
ummyndunarsvæði, þar sem kirtil-
þekjueyjar breytast aftur yfir í
flöguþekjufláka, taka aftur á
móti ekki upp joðlitinn og litast
gulleit eða joð-neikvæð (glycogen-
snauður vefur). Þetta joð-nei-
kvæða svæði er kallað Schiller-
positivt. Litist allt yfirborð
portio dökkbrúnt, er talið útilok-
að, að cancer eða precancerösar
breytingar sé að finna á yfirborð-
inu. Enda þótt bessu sé ekki hægt
að trevsta fullkomlega, þá gefur
þessi litun þó vissa vísbendingu
um, hversu mikinn hluta af yfir-
borði portio keilan þarf að taka til
að ná öllum vef með grunsamleg-
um brevtingum. Schillerslitunin
segir vitanlega ekkert um, hvar í
hinu joðneikvæða svæði hinn grun-
samlegi blettur er. Á síðari árum
hefir notkun kolpóskóps og kolpó-
míkróskóps farið mikið í vöxt. Með
þessu tæki er hægt að greina og
staðsetja dysplasiur og cancer in
situ á yfirborði portio. Með því að
nota sjálfhaldandi speculum. sem
spennir upp cervix, fæst yfirsýn
yfir neðsta hluta cervical canals-
ins (minnst 1 cm.) Per Kolstad
yfirlæknir á Radium Hospitalet í
Oslo, sem er tvímælalaust einna
mest þekktur á Norðurlöndum á