Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 26
26
LÆKNANEMINN
Þarna koma til ýmisir faktorar,
sem geta haft misjöfn áhrif á ár-
angur meðferðar í þessum tveim
flokkum. Maður skyldi þó ekki
falla fyrir þeirri freistingu að
ætla, að til hysterectomi séu valin
verstu tilfellin. Því að af þessum
sjúklingum voru 34 meðhöndlaðir
með radium og þá fyrst og fremst
þeir, sem taldir voru hafa slæma
prógnosis og þá aðallega þær kon-
ur, þar sem skurðbrúnir reyndust
ekki fríar við conisation.
Sá hefðbundni hugsunarháttur
hefir verið um of ríkjandi, að
bezta meðferðin við prencancerös-
um breytingum á portio sé hyst-
erectomia. Eins og kunnugt er, er
efsti fjórðungur vagina af sama
uppruna og portio epithelið, þ. e.
a. s. myndaður úr sams konar
frumum úr Miillers ganginum. Það
er þess vegna skiljanlegt, að kom-
ið hafa fram residiv af ca. in situ
í vaginal toppinn eftir hysterec-
tomia totalis í þessum tilfellum.
Þótt búið sé að fjarlæga uterus,
losnar konan þess vegna engan
veginn við þann vanda, sem lang-
varandi kontrol hefir í för með
sér. Margt bendir til, að með þess-
ari kirurgisku meðferð, hvort sem
það er conisation eða hysterc-
tomia, sé einungis verið að fjar-
lægja afleiðingar sjúkdómsins, en
að orsakir hans séu áfram fyrir
hendi, og geti, þegar frá líður,
valdið samskonar breytingum í
cervix eða vaginal toppnum.
Hafandi í huga áðurnefnd atriði
virðist mér ljóst, að meðferðin við
ca. cervicis in situ, á fyrst og
fremst að vera vel skipulögð
conisation. 1 stað hysterectomiu
hjá eldri konum má í langflestum
tilfellum láta sér nægja portio-
amputatio með conisation, þar sem
tekinn er með allur cervical can-
allinn. Hysterectomiu ætti ekki að
þurfa að gera, nema í þeim tilfell-
um, þar sem komið hefir residiv
eftir conisation. Hjá konum, sem
hættar eru að menstruera, er þó
radium í slíkum tilfellum örugg-
asta meðferðin, enda er með þeim
hóflega skammti, sem hefir reynzt
fullnægjandi, hverfandi lítil hætta
á aukaverkunum.
Það er mikið trauma, sérstak-
lega fyrir unga konu, ef nauðsyn-
legt reynist að taka úr henni legið.
Mér virðist, að það ættu að vera
óskráð lög meðal lækna, að ekki sé
gerð hysterectomia hjá ungri
konu, nema tveir sérfræðingar í
kvensjúkdómum séu sammála um
nauðsyn slíkrar aðgerðar.
Hryssan hans Lárusar gamla hafði tckið krankleika og vitjaSi hann
dýralæknis. Dýralæknirinn fékk honum duft og glerpípu, sem hann átti
að blása niður í hálsinn á merinni. Var þetta kröftug laxermeðal.
Daginn eftir kom Lárus gamli aftur til læknisins og leit eymdar-
lega út
— Jæja, hreif ekki meðalið spurði læknirinn.
— Jú, vissulega, en merin blés fyrst.