Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 15
LÆKNANEMINN 15 innöndun, við sársauka útvortis o. s. frv. Tannlækningar munu nokkuð hafa verið stundaðar, þó finnast ekki mörg dæmi um það. Við kliniska skoðun lögðu lækn- arnir áherzlu á nákvæma sjúkra- sögu, en notuðu einnig skoðun og palpationir til sjúkdómsgreining- anna. Blómaskeið læknisfræðar- innar náði hámarki um 1600 f. Kr., en síðan fór henni aftur, og eftir 1000 f. Kr. voru skottulækningar komnar í algleyming, með fahi hins egypzka stórveldis. C) Gyðingaland. Helzta heimild okkar um Gyð- ingaland og Gyðinga er Biblían, en þar finnst tiltölulega lítið, sem viðkemur læknisfræði. Trúarlegar lækningar í höndum prestanna munu hafa verið algengar, en einnig hafa verið starfandi lækn- ar, sem ekki voru sérfræðingar eins og þeir egypzku, heMur al- mennir læknar, sem störfuðu bæði sem lyf- og handlæknar. Hinn frægi umskurður Gyðinga á öllum sveinbörnum, eftir skipan Drott- ins, hefur í upphafi verið trúarleg athöfn framkvæmd af föðurnum, en síðar meir hefur læknirinn gert þetta. Áreiðanlegt er, að þetta hefur dregið úr tíðni kynfæra- infeetiona, eins og t. d. syfilis. Anatomisk þekking læknanna hefur verið lítil, enda voru kruf- ingar bannaðar með lögum, auk þess sem tilfinningarnar bönnuðu þær. Þá anatomisku þekkingu, sem þeir höfðu, hafa þeir öðlast við skoðun á líkamanum utan frá og skoðun á skrokkum dýra, sem hafði verið slátrað. Hvað tyfjum og lyflækningum viðkemur, hafa þeir vafalaust lært af Egyptum, sem höfðu mikla lyfjaskrá. Merkilegasta framlag Gyðingai til læknisfræði er á sviði hrein- lætis. Móses hefm- verið kallaður mesti hreinlætispostuli ahra tíma. Það, sem hann einkum lagði áherzlu á, var hreinn matur, hreint vatn, hreinir líkamar og hreint húsnæði. Móses skipti öllum dýrum í tvo flokka, hrein, sem hægt var að éta, og óhrein, sem bannað var að éta. Þekktasta óhreina dýrið var svínið, sem ber með sér trichinosis og taenia solium, en bannið náði einnig til hunda, katta, hreisturslausra fiska (allir eitraðir fiskar eru hreisturslaus- ir) og ostra, sem oft hafa valdið faröldrum af smitandi sjúkdóm- um eins og t. d. taugaveiki. Mikii áherzla var lögð á varð- veizlu og vatnslinda gegn óhrein- indum, og menn skyldu grafa hægðir sínar í jörðu. Mjög strang- ar reglur voru til varðveizlu gegn kynferðissjúkdómum og ekki síð- ur gegn holdsveiki, en þeir, sem holdsveikir voru, skyldu halda sig utan mannabyggða og hrópa upp, ef einhver kom nálægt þeim, að þeir væru óhreinir. Móses virðist hafa gert sér grem fyrir því, að það er oftast auðveldara að koma í veg fyrir sjúkdóma en að lækna þá. D) Indland. Indverskri læknisfræði hefur verið skipt í 3 tímabil: 1) Vedatíminn ca. 1500 f. Kr. — ca. 800 f. Kr. 2) Bramatíminn ca. 800 f. Kr. — ca. 1000 e. Kr. 3) Mongó'atíminn frá ca. 1000 e. Kr. Vedatíminn. Á þessum tíma voru Veda bæk- urnar skrifaðar, og það, sem í þeim stóð, var heilagur sannleik-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.