Læknaneminn - 01.11.1967, Side 39
LÆKNANEMINN
35
oft erfiðara en greind þeirra gæti
gefið tilefni til.
Nevrótíska barnið er einnig
gjarnan í vandræðum með félaga,
reynir að stjórna þeim. Það þráir
félagsskap þeirra og reynir ekki
sjaldan að kaupa sér vináttu. Þeg-
ar fýkur í öll skjól, ræðst það
gegn félögunum, stríðir þeim eða
er í sífelldum áflogum. Árásir þess
gegn félögunum virðast óréttmæt-
ar, og ekki bætir úr, að það ræðst
gjarnan gegn þeim, sem eru minni
máttar. Það grípur oft til lyga.
Hnupl er algengt einkenni. Þegar
til lengdar lætur, einangrast
barnið, á ekki vini, hefur ekki eðli-
lega ánægju af systkinum, finnst
það vera órétti beitt og er afbrýði-
samt. Þegar tekst að hefja með-
ferð þessara barna nógu fljótt,
er ekki sjaldgæft, að tiltölulega
auðvelt sé að hjálpa þeim inn á
hentugri hegðunarbrautir. En
eins og gefur að skilja, er eitt höf-
uðskilyrði til góðs árangurs, að
góð samvinna komist á við for-
eldrana eða aðra aðstandendur.
Þegar skýring kemur á því, hvern-
ig barnið upplifir heiminn, er oft
eins og það taki broddinn úr hegð-
unarvandræðunum, og þá er svika-
myllan kannski brotin.
Ég nefndi, að sjúkdómseinkenn-
in skiptust í stórum dráttum í tvo
flokka. Seinni flokkurinn er börn-
in, þar sem einkennin leita frekar
inn á við. Þau fá ekki útrás með
uppreisn. Oft reynist umhverfinu
erfiðara að sjá, að eitthvað sé að,
og þó að það sjáist, er erfiðara
að gera sér grein fyrir orsakasam-
henginu. Þessi börn mundi um-
hverfið oft ekki kalla taugaveikl-
uð. Þetta eru gjarnan góð börn
eða fyrirmyndarbörn. Ég ætla að
nefna nokkur dæmi um einkennin.
Það eru börnin, sem hegða sér lík-
ar því, sem eðlilegt er fyrir yngri
börn, þau fara gjarnan að hegða
sér eins og þau gerðu sem smá-
börn. Sum fara að væta sig á nótt-
unni, önnur gera í buxurnar. Eða
að þau hætta ekki að nota bleyj-
ur á eðlilegum aldri. Þau eru
gjarnan óhóflega háð mæðrum sín-
um, eiga erfitt með að skilja við
þær, eru grátgefin og deig. Ein-
kennin koma oft, er skólagangan
á að byrja, þau grípur oft hræðsla
við aðskilnað frá móðurinni. Hætta
stundum hreinlega að ganga í skól-
ann. Enn eru börnin, sem fá lík-
amleg sjúkdómseinkenni, maga-
pínu, höfuðverk, uppköst, niður-
gang. Þau börn hafa oft verið til
meðferðar hjá ótal sérfræðingum
og legið á sjúkrahúsum, áður en
þau koma til meðferðar á hinum
eiginlega andlega sjúkdómi. Sum
eru hræðslugefin, hræðast ákveðna
hluti, fá annarlegar hugmyndir,
innilokunarkennd. Til er, að þau
verði sjúklega þrifin og reglusöm.
Sum nota dagdrauma til að losna
úr heiminum, sem þau eiga svo
erfitt með að standa sig í. Enn er
til, að þau verði þunglynd og
svartsýn. Myrkfælni og martraðir
eru ekki sjaldgæf.
Áður en barnageðdeildir tóku
til starfa, var ekki vitað, hversu
algeng þessi innhverfu börn voru.
Áður en möguleikar voru á með-
ferð, urðu flest þessi börn fullorð-
in, án þess að uppgötvaðist, hversu
sjúk þau voru. Líklega er meðal
þessara sjúklinga margt af því
fólki, sem seinna verður þjóðfélag-
inu til byrði. Þessir sjúklingar
mæta oft afgangi, þegar aðstaðan
til meðferðar er ófullnægjandi.
Einkennin eru einatt erfiðust þeim
sjálfum, og umhverfið tekur sig
ekki alltaf fram um að koma þeim
til meðferðar, enda er orsakasam-
hengið næsta erfitt að skilja fyrir
leikmenn.