Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN
9
sem framleitt er af Astra og hef-
ur nú verið í notkun í nokkur ár.
Það hefur ótvíræða kosti fram
yfir lidocain og Carbocin (mepiva-
cain hcl), er minna toxiskt,
diffunderar betur, og þarf því
minni styrkleika til deyfingar.
Maximal dosis með adrenalini er
600 mg, en án adrenalins 400 mg.
N. fem. og n. isch. dofna af 1%
Citanest með adr. N. femoralis
þarf 20 ml., en n. ischiadicus 30
ml. Þá eru eftir 10 ml. í maximal
dosis, og nægir það á n. cut. fem.
lat. og obturatorius, ef með þarf.
Citanest er enn ekki skráð hér-
lendis, en hægt að fá það með því
að sækja um leyfi til innflutnings,
eins og með önnur lyf, sem ekki
eru skráð.
Leiðsludeyfingu á neðra extre-
miteti hafði ég ekki séð fyrr en á
s.l. vori (67), en þá heimsótti ég
liðagigtarspítala í Heinola í Finn-
landi. Þar var enginn svæfingar-
læknir, þurfti að fá hann frá næsta
sjúkrahúsi í 30 km fjarlægð. Þeir
í Heinola reyndu því að gera sem
flest í deyfingu og höfðu náð svo
vel valdi á deyfingaraðgerðum á
neðra extremiteti, að sjaldan
brást, svo að ég vissi til, en ég
var þar í 3 vikur, og gizka ég á,
að 2—3 leiðsludeyfingar á neðra
extremiteti væru gerðar daglega.
Þeir notuðu til þess Citanest 1%
með adrenalini.
Við aðgerðir neðan hnés þarf
að deyfa bæði n. ischiadiucs og
n. femoralis, bæta n. cut. fem.
lat. við, ef stasa þarf ofan hnés,
en ef gera þarf aðgerð á hnélið,
þarf einnig að deyfa n. obura-
torius, þar eð sú taug sendir oft-
ast þræði sína í fossa intercon-
dyloidea.
Skal stuttlega vikið að landa-
merkjum þessara tauga.
N. ischiadicus:
1) Sjúkl. liggur á hlið með
mjaðmarlið í dál. flexio.
2) N. isch. finnst á miðri línu,
sem dregin er á milli trochant-
er major og tuber ischii.
3) Notuð 10 cm löng nál og taug-
in leituð uppi.
4) Þegar paresthesia kemur, er
sprautað 30 ml. Citanest 1%
m. adr.
N. femoralis:
Finnst 1—iy2 cm lateralt við a.
femoralis 2—3 cm neðan við lig.
ingv.
1) Fingur hafður á a. femoralis
neðan við nárafellingu.
2) Taugin leituð uppi með því að
stinga lateralt við arteriuna.
Deyfa ekki, fyrr en paresthesia
finnst.
3) Deyft með Citanest m. adr. 1%
20 ml.
N. cutaneus femoris lat:
Sprauta 5—10 ml. 2 fingurbr.
neðan og medialt við spina iliaca.
ant. sup. undir fasciuna.
N. obturatorius er að finna und-
ir ramus superior ossis pubis. Þar
sprautað 5—10 ml. 1°/o Citzanest
m. adr.
Hannes Finnbogason