Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Side 18

Læknaneminn - 01.11.1967, Side 18
18 LÆKNANEMINN voru 12 aðal æðar svarandi til 12 mán. ársins, og 4 aðal slagæðar, svarandi til hinna 4 árstíða. Líkam- inn var byggður upp af 5 eining- um eins og allt efni; viður, eldur, jörðu, málmi og vatni, en þær svara til hinna 5 pláneta, 5 ástanda gufuhvolfsins, 5 lita, 5 tóna o. s. frv. Líkaminn hefim að geyma 5 megin líffæri; hjarta, lungu, lifur, milta og nýru. En grundvöllur ahs lífs og heilbrigðis eru hin tvö alheimsöfl; „Yang“, sem er karl- einingin, björt, hreyfanleg og til- svarar himnum, og „Yin“, sem er kveneiningin, dökk, óhreyfanleg og tilsvarar jörðinni. Æðarnar áttu að innihalda Yang og Yin, sem flæddu um þær og framköll- uðu slátt slagæðanna. Jafnvægi milli þessara tveggja afla var nauðsynJegt til heilbrigðis. Út frá þessari kenningu varð athugun á púlsimnn mjög víðtæk- ur liður í allri kliniskri skoðun. Upphaflega var klinisk skoðun fólgin í fernu: skoðun, hlustun, einkum á rödd sjúklingsins; spurn- ingum; athugunum á púlsi, en síðar varð púisathugunin svo til einráð og tók frá 10 mín. upp í 2 klst., en menn héldu sig geta fundið þannig út ástand hinna ýmsu líffæra. Oftast var aðeins tekinn radial púteinn. Ein læknisaðgerð, sem telja verður al kínverska og byggðist á Yang-Yin kenningunni, var hin svonefnda „acustunga“ og var fólgin í því að reka nálar, mis- munandi sverar og mismunandi langar, inn í líkamann á ákveðn- um stöðmn til þess að stinga á hinum 12 göngum eða æðum og koma þannig á jafnvægi milli Yang og Yin. Önnur aðgerð var að brenna smá keilum af þurrkuðmn og muldum laufum ákveðinnar plöntutegund- ar (Artemesia vulgaris) á ákveðn- um stöðum á líkamanum, einkiun á epigastriinu. Kom þá fram smá b!aðra á húðinni, sem öskunni var nuddað í. Báðar þessar aðgerðir þekkjast enn í dag, en hvort þær hafa nokk- uð gildi er ósennilegt. Kínverjar stunduðu einnig mik- ið nudd til heilsubótar og lækn- inga. Kínverjar hafa alltaf átt mikið safn lyfja, og helzta heim- ildarrit í þeim skilningi er hið mikla lyfjasafn Li shi-chens frá 1578 e. Kr., en það er í 52 bind- um og lýsir 1871 tegund lyfja. Þessi lyf eru flest úr jurtaríkinu, en einnig úr steina og dýraríkinu, en þeir notuðu meðal annars mul- inn skjaldkirtil kinda við hypo- thyroidismus og cretinismus og lifur við blóðleysi. Þeir notuðu einnig svæfingalyf við aðgerðir. Mörg þessara lyfja eru notuð í nútíma læknisfræði. Þrír læknar eru frægastir: Tsang Kung (ca. 180 f. Kr.), en hann er einkum frægur fyrir sjúkrasögur sínar, þar sem hann lýsir magakrabba, blöðrubólgu, liðagigt, lömunum o. fl. Chang-Chung-ching (ca. 180 e. Kr.), en hann er einkum frægur fyrir raunsæjar aðferðir við sjúk- dómsgreiningu og lækningu. Hua T’o (ca. 200 e. Kr.), en hann var mestur og síðastur meiriháttar skurð^ækna Kínverja, því að honum látnum virðist lög- mál Konfusiusar hafa orðið alls- ráðandi, að ekki megi beita hníf á mannsskrokk, hvorki dauðan né lifandi. Opinber læknakennsla hefst á T’ang tímabilinu (619—908 e. Kr.), og á Sung tímabilinu, eða 1076 e. Kr., er fyrsti oipnberi læknaskólinn stofnaður fyrir allt

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.