Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN voru 12 aðal æðar svarandi til 12 mán. ársins, og 4 aðal slagæðar, svarandi til hinna 4 árstíða. Líkam- inn var byggður upp af 5 eining- um eins og allt efni; viður, eldur, jörðu, málmi og vatni, en þær svara til hinna 5 pláneta, 5 ástanda gufuhvolfsins, 5 lita, 5 tóna o. s. frv. Líkaminn hefim að geyma 5 megin líffæri; hjarta, lungu, lifur, milta og nýru. En grundvöllur ahs lífs og heilbrigðis eru hin tvö alheimsöfl; „Yang“, sem er karl- einingin, björt, hreyfanleg og til- svarar himnum, og „Yin“, sem er kveneiningin, dökk, óhreyfanleg og tilsvarar jörðinni. Æðarnar áttu að innihalda Yang og Yin, sem flæddu um þær og framköll- uðu slátt slagæðanna. Jafnvægi milli þessara tveggja afla var nauðsynJegt til heilbrigðis. Út frá þessari kenningu varð athugun á púlsimnn mjög víðtæk- ur liður í allri kliniskri skoðun. Upphaflega var klinisk skoðun fólgin í fernu: skoðun, hlustun, einkum á rödd sjúklingsins; spurn- ingum; athugunum á púlsi, en síðar varð púisathugunin svo til einráð og tók frá 10 mín. upp í 2 klst., en menn héldu sig geta fundið þannig út ástand hinna ýmsu líffæra. Oftast var aðeins tekinn radial púteinn. Ein læknisaðgerð, sem telja verður al kínverska og byggðist á Yang-Yin kenningunni, var hin svonefnda „acustunga“ og var fólgin í því að reka nálar, mis- munandi sverar og mismunandi langar, inn í líkamann á ákveðn- um stöðmn til þess að stinga á hinum 12 göngum eða æðum og koma þannig á jafnvægi milli Yang og Yin. Önnur aðgerð var að brenna smá keilum af þurrkuðmn og muldum laufum ákveðinnar plöntutegund- ar (Artemesia vulgaris) á ákveðn- um stöðum á líkamanum, einkiun á epigastriinu. Kom þá fram smá b!aðra á húðinni, sem öskunni var nuddað í. Báðar þessar aðgerðir þekkjast enn í dag, en hvort þær hafa nokk- uð gildi er ósennilegt. Kínverjar stunduðu einnig mik- ið nudd til heilsubótar og lækn- inga. Kínverjar hafa alltaf átt mikið safn lyfja, og helzta heim- ildarrit í þeim skilningi er hið mikla lyfjasafn Li shi-chens frá 1578 e. Kr., en það er í 52 bind- um og lýsir 1871 tegund lyfja. Þessi lyf eru flest úr jurtaríkinu, en einnig úr steina og dýraríkinu, en þeir notuðu meðal annars mul- inn skjaldkirtil kinda við hypo- thyroidismus og cretinismus og lifur við blóðleysi. Þeir notuðu einnig svæfingalyf við aðgerðir. Mörg þessara lyfja eru notuð í nútíma læknisfræði. Þrír læknar eru frægastir: Tsang Kung (ca. 180 f. Kr.), en hann er einkum frægur fyrir sjúkrasögur sínar, þar sem hann lýsir magakrabba, blöðrubólgu, liðagigt, lömunum o. fl. Chang-Chung-ching (ca. 180 e. Kr.), en hann er einkum frægur fyrir raunsæjar aðferðir við sjúk- dómsgreiningu og lækningu. Hua T’o (ca. 200 e. Kr.), en hann var mestur og síðastur meiriháttar skurð^ækna Kínverja, því að honum látnum virðist lög- mál Konfusiusar hafa orðið alls- ráðandi, að ekki megi beita hníf á mannsskrokk, hvorki dauðan né lifandi. Opinber læknakennsla hefst á T’ang tímabilinu (619—908 e. Kr.), og á Sung tímabilinu, eða 1076 e. Kr., er fyrsti oipnberi læknaskólinn stofnaður fyrir allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.