Læknaneminn - 01.11.1967, Side 42
38
LÆKNANEMINN
meðan á meðferðinni stendur.
Höfuðþátturinn í meðferðinni er
það, sem kallað er á útlenzku
milieuterapi og kannski mætti
kalla umhverfislækningar á ís-
lenzku. Aðalmarkmiðið í þeirri
meðferð er að hjálpa barninu til
að átta sig á sjálfu sér og þeim
kenndum og hvötum, sem fram
koma, meðan á meðferðinni stend-
ur, reyna að styrkja hinar heil-
brigðu hliðar á sálarfari barnsins.
Barn, sem óvant er að sýna nei-
kvæðar hliðar á sjálfu sér vegna
þess, að það er vant því að um-
hverfið fordæmi þær eða hegni á
einn eða annan hátt, getur venju-
lega ekki setið lengi á sér að beita
sér á þann hátt, sem áður hefur
verið fordæmdur. Oft versnar
hegðun innhverfu barnanna stór-
lega á tímabili, eins og tiifinning-
arnar, sem hafa verið bældar, vilji
allar komast út í einu. Þau geta
orðið smeyk við sjálf sig, um leið
og þeim líður betur með því að
hegða sér í samræmi við eðli sitt.
Síðan, þegar þau eru búin að fá
útrás, batnar hegðunin aftur, en
er nú undir þeirra eigin stjórn, en
ekki þvingun. Það má vera, að,
eins og ég hef sett þetta fram,
virðist meðferðin einföld. En það
er öðru nær. Starfsfólkið á deild-
inni á oft erfitt með að átta sig á
því, hvað er á seyði, og hefur þörf
fyrir mikla leiðsögn. Talsvert af
starfinu er fólgið í fundahöldum
um einstaka sjúklinga. Og starfs-
fólkið þarf að hafa menntun á
þessu sviði til að geta tekið leið-
sögninni. Og óhætt er að taka
fram, að þetta er hið erfiðasta
starf. Segja má, að verkfærin við
meðferðina séu persónuleikar
starfsfólksins, það þarf að taka
á allri sinni þolinmæði og umburð-
arlyndi. Umburðarlyndi þarf ekki
síður gagnvart börnunum, sem
eru í uppreisn gegn umhverfinu.
Þau þurfa líka að kynnast nýjum
hliðum á sjálfum sér og komast
að því, að hægt er að beita ork-
unni inn á hagstæðari brautir.
Þegar umhverfið er umburðar-
lyndara en það, sem þau hafa áður
þekkt, þá minnkar þörfin fyrir
uppreisn. Það er minna að gera
uppreisn gegn. En á barnageðdeild-
um þarf líka að hjálpa börnunum
aftur í gang með nám sitt. Flest
barnanna hafa átt í miklum erfið-
leikum við námið og misst trúna
á, að þau geti lært, og þar að auki
geta sérstakar tegundir námsörð-
ugleika átt hlut í nevrósu. Sérlærð-
um kennurum tekst oft að koma
þeim á strik aftur. Þessi börn
missa einatt svo mikinn hluta
orku sinnar inn á rangar brautir,
að, þegar batinn kemur, reynast
börn, sem talin hafa verið illa gef-
in, búa yfir meiri greind en um-
hverfi þeirra hafði neina trú á.
Auk framangreindra umhverfis-
lækninga er einnig beitt einstakl-
ingsmeðferð, psykoterapi, eins og
það er kallað, sem miðar að því
að veita sjúklingnum innsýn í eig-
in vandamál. Þetta er tímafrek að-
ferð, sem beitt er við þau börn,
sem ekki geta fengið bata á ann-
an hátt, en notagildið takmarkast
mjög af skorti á sérlærðu fólki, og
hversu tímafrek aðferðin er. Að-
ferðin er afsprengi sálgreiningar-
innar og byggir að miklu leyti á
sama grundvelli. Sjúklingurinn og
sá, sem meðferðina veitir, læknir
eða sálfræðingur, hittast reglulega
klukkustund í einu, minnst einu
sinni í viku, og meðferðin tekur
sjaldnast minna en hálft ár, en
getur tekið mörg ár.
Ég ætla að taka fram, að
fjarri fer því, að lesendur hafi
fengið neina tæmandi lýsingu á
barnageðlækningum, ekki sízt