Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Side 27

Læknaneminn - 01.11.1967, Side 27
LÆKNANEMINN 27 Magnús Jóhannsson, stud. med.: 16. ársþing IFHtSA Hvað er IFMSA? International Federation of Medical Student Associations, eða alþjóðasamtök læknanema. Þó að samtökin séu 16 ára gömul, eru þau ennþá alþjóð- leg aðeins að nafninu til, en stöð- ugt er unnið að því að komast í samband við læknanema í löndum, sem ekki hafa aðild. Stúdenta- skiptin eru og hafa frá upphafi verið mikilvægasta starfsemi sam- takanna, en starf á öðrum sviðum fer stöðugt vaxandi. Af annarri starfsemi mætti nefna: Margvísleg aðstoð við læknanema í þróunar- ríkjum, sumarskólar og ráðstefn- ur, samvinna um kennslumál, út- gáfustarfsemi og margt fleira. Það, sem háir samtökunum mest, er annars vegar fjárskortur, og hins vegar hve hægt gengur að gera samtökin alþjóðleg. Fjár- skorturinn er mjög bagalegur, og fer meirihluti útgjaldanna til að kosta aðalskrifstofuna í Kaup- mannahöfn, en alltaf vantar fé til að kosta einstök verkefni. Nú eru 29 lönd með fulla aðild og 7 lönd með aukaaðild að samtökunum. Flest Evrópuríki eru í IFMSA, en það er að sjálfsögðu mjög baga- legt, að Bandaríkin, Rússland og flest ríki Afríku, S.-Ameríku og Asíu skuli vera utan samtakanna. Þetta stendur þó til bóta, og víst má telja, að Bandaríkin muni ganga í IFMSA innan 2—3 ára. Einnig er í Arabaríkjunum, Afríku og S.-Ameríku nú unnið mikið starf til að kynna samtökin. 16. Ársþingið í Vínarborg. Þing þetta var haldið í ágúst í sumar, og var ég eini fulltrúi Is- lands þar. Þarna voru fulltrúar frá 25 af 29 aðildarríkjum IFMSA, eða nálægt 80 manns. Auk þess voru nokkrir áheyrnafulltrúar m.a. 3 frá Bandaríkjunum, 4 frá Japan og 2 frá Mexíkó. Lækna- skólinn í Buffaló í Bandaríkjun- um og Japan fengu aukaaðild að IFMSA á þessu þingi. Einnig voru þarna fulltrúar frá WUS, UNES- CO og ISC. Þing þetta er eins konar aðal- fundur, þar sem gerð er upp starf- semi síðasta árs, stefna og mark- mið samtakanna rædd, gerð starfsáætlun fyrir næsta ár og kosnir embættismenn. Þingið stóð í 11 daga,og fyrri helming tímans var unnið í litlum nefndum, en eftir það voru sameiginlegir fundir. Ég átti sæti í tveimur nefndum sem hétu Working Committee on Medical Education og Working Committee on Aims and Function. Vegna þess, að haldnir voru samtímis fundir í tveimur nefndum, missti ég af flestum fundum í nefndum þeim, er hétu W. C. on Health, W. C. on Liason og W. C. on Publication, og þótti mér það harla slæmt. Fundir þessir stóðu frá morgni til kvölds og voru enn erfiðari en til stóð, vegna þess að hitinn var oft- ast um 35° C. Þarna bar að sjálfsögðu margt á góma, og ætla ég aðeins að

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.