Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 14

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 14
u LÆKNANEMINN tómisk þekking mun hafa verið til staðar. Babyloniumenn hafa haft mjög víðtæk áhrif á eftirkomendur sína, enda lögðu þeir grundvöll að hinum ýmsu vísindagreinum, eins og fornleifafræði, stjörnufræði, málfræði, stærðfræði, sögu, lækn- isfræði og heimsspeki. B> Egypta'and. Egypzkir læknar þessara tíma voru taldir þeir beztu, sem til væru, og margir þjóðhöfðingjar utan Egvptalands höfðu egypzka lækna. Hinir egypzku læknar hafa verið töluvert mikið sérhæfðir, sumir læknuðu sjúkdóma í höfði, aðrir í augum og enn aðrir í maga o. s. frv. Frægastur allra egypzkra lækna var Imhotep (2980—2900 f. Kr.). Hann var hægri hönd Zosers konungs, prestur og vís- indamaður. Hann byggði þrepa- pvramidann við Saqqara, elztu stóru steinbvgaingu, sem þekktist. Öld eftir dauða sinn var hanrt gerður að hálfguði, og ca. 525 f. Kr. var hann gerður að guði læknisfræðinnar. Á tímum Grikkja var hann mjög dýrkaður, og menn þyrptust til hofa Imhoteps til að ^eita sér lækninga. Mest af þekkingu okkar í dag á egvpzkri læknisfræði höfum við öðlast á síðustu öld, eða síðan Chamnollion le ieune réði egypzka mvndletrið á Rosetta steininum um 1830. Helztu heimildirnar eru Edwin Smith papyrusinn og Ebers papyrusinn, en einnig Herst papvrusinn, Kahun papyrusinn, London papyrusinn og Berlinar papvrusinn. Smith ritið f jallar um handlækningar, Ebers ritið um lyflækningar og Kahun ritið um kvensjúkdóma. I London papyr- usnum er mikið af galdraformúl- um, og í öUum ritunum má finna eitthvað af slíku, en eins og hjá öðrum fjölgyðisþjóðum þessara tíma stöfuðu aðrir sjúkdómar en slysfarir af völdum guða eða djöfla. Edwin Smith papyrusinn, sem er elzta rit, sem til er, um handlæknisfræði, mun hafa verið kennslurit og er skrifað á 17. öld f. Kr., en endurskrifað, og mun upphaflega ritið hafa orðið til 2500—3000 f. Kr. Af þessu riti má læra um anatomiska þekkingu þessara tíma, sem hefur verið töluverð. Það er talað um heila, heilahimnur og motoriskar ]am- anir fylgjandi meiðslum á höfði. Þeir hafa þekkt töluvert til hjart- ans, hreyfinga þess og slagæð- anna og hafa jafnvel verið nálægt því að uppgötva hringrás blóðsins. Þessa líffærafræðilegu þekk- ingu hafa þeir öðlast við múmíu- tilbúning sinn, en þeir trúðu á endurholgun og eilíft líf. I ritinu er talað um ýmsar skurðtæknisaðgerðir og jafnvel talað um að sauma saman sár eða setja klemmur á sár. Þeir notuðu einnig heftiplástur á skeinur og spelkur á brot. Einnig er þarna minnst á, að ,,pest“ geti borizt með vindi, flugum og fuglum, og er það elzta ritað dæmi um smit með skordýrum. Þar sem Smiths ritið er kennslu- rit í handlæknisfræði, er Ebers ritið kennslurit í lyflæknisfræði. Það er ritað á 16. öld f. Kr., en er samansafn af uppskriftum, sem sumar eru frá 2500—3000 f. Kr. Hér er lítið talað um sjúk- dómana sjálfa, heldur er áherz]an lögð á lyfin. Uppskriftirnar líkj- ast nútíma uppskriftum, þ. e. a. s. þær gera ráð fyrir virkum efnum, burðarefnum og bragðefnum. Lyfin voru gefin eftir því hvar sjúkdómurinn var, innvortis um munninn, í öndunarfærum með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.