Læknaneminn - 01.11.1967, Side 5
Hannes Finnbogason, læknir:
Deyfing á úllimum
Á sjúkrahúsum, þar sem að-
staða til svæfinga er góð, er svæf-
ing auðveldasta leiðin til þess að
gera aðgerð mögulega. Gildir það
reyndar bæði fyrir sjúklinga og
starfslið skurðstofunnar. Auk
þess getur leiðsludeyfing brugðizt,
og því fremur sem æfingin er
minni, og oft þarf að bíða eftir
því, að hún nái að verka. Vill þol-
inmæðina þá bresta í önnum
dagsins. Af þessum ástæðum er
leiðsludeyfingu minni gaumur
gefin en vert er. Svæfing er
þó ekki hættulaus, enda þótt að-
staða sé góð. Ef aðstaða til svæf-
ingar er slæm, er leiðsludeyfing
miklu öruggari. Er því ekki úr
vegi að rifja upp helztu mögu
leika til deyfinga. I þessari grein
ætla ég að halda mig við deyfingu
á extremitetum.
Efri extremitet.
1) Plexus brachialis deyfing.
Plexus brachialis fer yfir fyrsta
rifbein á milli m. scalenus ant. og
medius. Þar er hægast að ná til
hans með deyfingu.
Aðferð: Sjúkl. liggur á baki.
Höfuð sveigt til mótsettrar hliðar
við þá, sem deyfa skal, og hand-
leggurinn teygður niður með síð-
unni. Þannig strekkist á plexus,
sbr. prófið fyrir syndroma scaleni.
2 fingurbreiddum ofan við
miðja clavicula er nálinni stungið
og beint lítið eitt medialt. Nota
nál nr. 12 á 2ja ml. sprautu.
Plexus fundinn þannig, að sjúkl.
er beðinn að segja: Nú! þegar
hann finnur straum eða sting
niður í höndina (paresthesia). Það
er mikilvægt að sprauta ekki
deyfilyfi, fyrr en plexus er fund-
inn, en paresthesia er öruggt
merki þess, að nálin sé á réttum
stað. Áð hafa nálina á tómri
sprautu, á meðan leitað er að
plexus, þjónar tvennum tilgangi.
1) Betra vald á nálinni.
2) Fyrirbyggir pneumothorax,
þótt stungið sé í gegn um cupula
pleurae.
Kvarti sjúkl. um sting niður í
thorax, er maður að fitla við
cupula pleurae og færir þá nálar-
oddinn ofar og meira medialt.
Finnist fyrir fyrsta rifi án þess
að hafa fengið fram paresthesiu,
heldur maður sig í sömu línu og
færir nálarbroddinn fram eða aft-
ur, þar til paresthesia fæst.
Þegar plexus er fundinn skv.
áðurnefndum criteria, er spraut-
unni skipt fyrir 20 ml sprautu
með 2% lidocain með adrenalin,
en þess vel gætt að halda nálinni
á sama stað og paresthesia fannst.
Sprauta þar 10 ml og öðrum 10
umhverfis þann stað.
Gallar þessarar aðferðar eru
þessir þeir helztu:
1) Hættan á pneumothorax.
Fram hjá þeirri hættu er komist
með því að hafa sprautu á nálinni,
eins og að framan er lýst.
2) Arteria subclavia er þarna
anteriort við plexus, ofan á fyrsta
rifi. A. transversa colli á og leið
þarna um. Sé stungið í gegn um
þær, kemur auðvitað hæmatom,
sem er hvimleitt, en óþarfi er að
hætta við leit að plexus, þótt svo