Læknaneminn - 01.11.1967, Side 12
n
LÆKNANEMINN
kúnstir. Þessir töfralæknar voru
menn, sem fólkið trúði, að hefðu
samband við guðina. Þeir hafa
svo haft imga menn 1 námi hjá
sér, og starfsgreinin þannig geng-
ið mann fram af manni. Náðu
þeir oft miklum veraldlegum
völdum. Starf töfralæknisins var
fólgið í því að fæla djöflana úr
sjúklingnum, eða þá að fá guðina,
með góðu eða illu, til að bæta fyr-
ir brot sitt. Fylgdu þessu ýmsar
lyfjagjafir og grímudansar, sem
mikih dularblær var yfir. Læknar
sumra þjóðflokka hafa verið
búnir að ná töluverðri leikni í
starfi sínu, bæði hvað viðkemur
medicinskum og kirurgiskum að-
gerðum, eins og t. d. meðferð
beinbrota.
Ein dramatiskasta aðgerðin,
sem framkvæmd var, líklega til að
hleypa út illum öndum, var að
bora gat á höfuðkúpuna (treph-
ingin), oftast í os parietale, svo
þeir slyppu við stóru sinusana,
sem mun þó ekki alltaf hafa tek-
izt. Trúlegt er, að þetta hafi í
sumum tilfellum bjargað sjúk1-
inginn, sem voru með epidural
hematoma. Svona gataðar kúpur
hafa fundizt í Evrópu og Perú, og
þessar aðgerðir munu enn vera
framkvæmdar meðal frumstæðra
manna í Melanesíu og Alsír, þó
þeim fari fækkandi.
Þær forsögulegar þjóðir, sem
lengst hafa náð, munu vera indíán-
ar Mið- og Suður-Ameríku, eða
Mayarnir, Aztekarnir og Inkarnir.
Þessi þjóðfélög, sem náðu miklum
þroska á sínu blómaskeiði, voru á
toppinum löngu eftir Krists burð,
eða um það leyti, sem Island var
að byggjast. Þessr indíánar hafa
verið búnir að koma sér upp
myndletri og hnútaletri og því
kannski vafasamt að kaha þá for-
sögulega, en mjög lítið er eftir af
skráðum samtímaheimildum frá
þessu tímabili, því Spánverjarnir
fóru þarna um eins og eldur í
sinu. Þó sést, að þeir hafa verið
búnir að koma sér upp miklum
forða lyfjauppskrifta, voru komn-
ir nokkuð á veg í handlækning-
um og fæðingarhjálp og höfðu
kerfi til að sjá fyrir öryrkjum og
gamalmennum.
II. Lœknislist eftir að
sögur hófust.
Áhrifa gætir frá einu landi til
annars í læknislist þessara tíma,
en þó mjög misjafnlega mikið eft-
ir því hve mik^ar samgöngu voru
milli landanna.
A) Mesopotamía.
Fyrstu íbúar svæðisins Eufrat-
Tígris voru Súmerar. Um 3500 f.
Kr. höfðu þeir náð háu menning-
arstigi á þeirra tíma mælikvarða,
og byggðu borgir með frárennslis-
göng fyrir skolp.
Semítar, sem komu úr suðri,
smá yfirtóku þetta svæði og þessa
menningu, líklegast frekar með
blöndun og samlögun en með hern-
aði.
Babyloninumenn lögðu grund-
völl að ýmsum vísindagreinum,
einkum stærðfræði og stjörnu-
fræði. Einnig þróaðist hjá þeim
jarðrækt, verzlun og listir. Þeir
gerðu ýmsar mælingar á hreyf-
ingum Venusar svo snemma sem
2000 f. Kr., sólarinnar og tungte-
ins síðar. Þeir skipti gráðunni í
60 mín. og mínútunni í 60 sek.,
og þeir fundu upp sólarúrið og
vatnsúrið. Ýmsar sögur úr Gamla
testamentinu, eins og sagan um
snákinn, Evu og eplið, sagan um
aldingarðinn Eden og sagan af því
hvernig Móses fannst á Níl, eiga
rætur að rekja til Mesopotamíu.