Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 40
36 LÆKNANEMINN Öðru máli gegnir oftast um aggressivu börnin, þau sem eru í uppreisn. Einkenni þeirra eru gjaman þesskonar, að umhverfið sættir sig ekki við þau. Sjúkdómsgreiningin er eitt aðal- hlutverk barnageðdeildarinnar. Til hennar er vísað börnum með hvers- konar sjúkdómseinkenni, sem benda til sálrænna truflana. Börn- in koma frá öllum stofnunum, sem hafa með börn að gera, læknum, öðrum sjúkrahúsdeildum, barna- verndarnefndum og ekki sízt frá skólunum. Oft reynist auðvelt að greina, hvað að er, en oft er líka erfitt að segja til um sjúkdóminn. Langflest börnin komast hjá því að leggjast inn á deildina, en sum þarf að hafa til athugunar í lang- an tíma. Þar kemur það til, sem ég nefndi í upphafi, nefnilega, að barnið getur þjáðst af fleirum en einum sjúkdómi eða allavega haft einkenni, sem gætu bent til þess. Stundum er sagt, að ekki sé hægt að greina sjúkdóminn, fyrr en barnið er orðið heilbrigt, þ.e.a.s., að það, hvernig batinn gerist, sýni, hvað að barninu hafi gengið. Ég minntist á, að sjúkdómsein- kennin gætu bent til þess, að barnið hefði líkamlegan sjúkdóm. Það gagnstæða er einnig til, að barnið sé líkamlega sjúkt, en hafi aðallega sálræn einkenni. Þar ætla ég að minnast á sjúkdóma í tauga- kerfi og heila. í dag er smábarna- dauði orðinn hverfandi. Áður fyrr lést mikill hluti þeirra barna, sem orðið höfðu fyrir hnjaski í fæðing- unni, en nú lifa flest þeirra. Meðal þeirra eru mörg, sem hafa orðið fyrir meiri eða minni heilaskemmd- um. Mörg þessarra barna þrosk- ast allt að því náttúrlega, en önnur geta, án þess að einkenni finnist um heilaskemmdir, haft einkenni, sem líkjast mest taugaveiklun, en eru í raun og veru líkamlegur sjúk- dómur. Þessi börn eiga gjarnan erfitt með að einbeita sér, þau eiga oft erfitt með að læra, þrátt fyrir að hin raunverulega greind þeirra getur verið ósködduð. Þau eru óróleg og eirðarlaus. Þessi heila- sköðuðu börn þurfa allt aðra með- ferð en nevrótísku börnin. Þau ná stundum jafnvægi með því að fá sérstök lyf og ná næsta góðum árangri við skólanám, sé beitt kennsluaðferðum, sem hjálpa þeim sér í lagi til að einbeita sér. Sjúk- dómsgreiningin er sem sagt höf- uðatriði, til að meðferðin heppn- ist. Segja má, að jafnskjótt og rannsókn nevrótískra og umhverf- isskaddaðra barna hefst, hefjist líka meðferðin. Þetta þarf nánari skýringa við. Byrjað er á að gefa foreldrum eða öðrum aðstandend- um tækifæri til að segja frá vanda- málum, sem innan fjölskyldunnar eru. Það reynist kannski vera í fyrsta sinn, sem viðkomandi hefur fengið tækifæri til að leysa frá skjóðunni. Maður hagar gjarnan spurningunum þannig, að við blasi, hvað hafi gerzt í einstökum til- vikum, þegar barnið hefur hegðað sér óheppilega. Það kemur ekki sjaldan í ljós, að jafnskjótt og sagt er frá atvikinu, sést, hvað verið hefur á seyði, í nýju Ijósi. Án þess, að benda þurfi sérstak- lega á, hvað ranglega hefur verið gert, kemst foreldrið oft að nýrri niðurstöðu um, hvernig betra sé að bregðast við næst. Og mörgum hefur ekki gefizt tækifæri eða tími til að líta á atburðarásina raun- sæjum augum. Meira að segja dettur manni stundum í hug, að meðferðin hafi byrjað jafnskjótt og foreldrið hefur ákveðið að fara með barnið í meðferð. Þá byrjar það oft að hugsa um vandamálin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.