Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Page 45

Læknaneminn - 01.11.1967, Page 45
LÆKNANEMINN U Guðrún Agnarsdóttir, stud. med. ilm bækur og fleira Senn er sumar að hausti, og menn setjast á bekki við lestur. Undanfarin ár hafa verið á döf- inni tillögur að breyttri kennslu- tilhögun í læknadeild, og er það vel. Mun þá mönnum ætlað að læra betur og meira en áður, þeg- ar hin nýja námskipan tekur við Hvort fæðast Jcennarar? Um daginn rakst ég á grein (N. E.J.M. 17—8—67), sem spurði: Hvort fæðast kennarar? Spyrj- andinn var ekki alltof ánægður með kennara Jæknanema í landi sínu, spurði, hvort meirihluti kennaranna væri alls óhæfur til kennarastarfa, og það sem verra væri, gerði sér það ekki ljóst. Hann taldi með ólíkindum, að höfuðkostir hins góða kennara yrðu lærðir, en væri ekki hægt að bjarga málunum við? Það er ábyrgðarmikið og vanda- samt starf að ala upp lækna og mikið í húfi, að vel sé gert. Is- lenzkir læknanemar eru ekki á nástrái, hvað góða kennara snert- ir, en mönnum eru mislagðar hendur til verka, og tæpast eru læknar af guðs náð betur ti1 þess fallnir að kenna en aðrir. Það væri ekki fráleitt, að þeir, sem annast eiga beina kennslu læknanema, fengju til þess nokkurn undirbún- ing, lærðu kennsluaðferðir og kennslutækni, sem nú eru hinar margvíslegustu. Slíkt tíðkast með allmörgum starfsgreinum öðrum, þar sem kennsla er veitt, að menn læri að kenna öðrum, og er það sízt til minnkunnar. Hraðskólar. í Bandaríkjunum hafa á undan- förnum árum verið gerðar tilraun- ir með mikla styttingu læknanáms. (N.E.J.M. 3-11-66, Time 14-7-67). Þar sem þekkingarlopinn teygist nú sífellt á langinn í læknavísind- um, er um það að velja að auka við námsefnið og lengja námstím- ann, eða að þjappa efninu betur saman og nýta tímann mun betur. Eins og búast mátti við af því mikla landi hraðans U.S.A., var síðari kosturinn tekinn. Tilraun var fyrst gerð 1959, og tók þá menntaskólanám og læknisfræði- nám samanlagt 7 ár. Hefur nú hraðinn aukizt að vonum, og varir nú hvort tveggja 5 ár, þar sem stytzt er. Fuhyrt er, að hraðskól- ar þessir kenni námsefni mjög svipað og aðrir skólar hæggeng- ari, en nýti tímann mun betur. I starfi hafa þeir hraðmenntuðu staðið sig engu síður en hinir hægmenntuðu, jafnvel betur. Er samanburður þó óáreiðanlegur. þar sem einvalalið hefur valizt í tilraunir þessar. Sumum hinna útvöldu finnst þeir þó hafa misst af lífinu, meðan á námi stóð, og ráð- leggja engum hraðmenntun, en kennararnir segja: ,,Komið þeim inn á sjúkrahúsin, svo að þeir geti gert eitthvað gagn, áður en þeir

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.