Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 6
6 LÆKNANEMINN til takist. Sama gildir um venurn- ar, sem þarna eru, en óþarft er að taka fram, að þarna, sem annars staðar, þarf að tryggja sér það, að ekki sé dælt deyfilyfi intravas- culert. 3) Brachialgia eftir plexus deyf. hefur verið nefnd, en það skeður sjaldan. 4) Horner’s symptom (miosis, vottur af ptosis og roði á andliti þeim megin, sem deyft er) sést stundum. Hefur deyfingin náð til ganglion stellatum. Stundarfyrir- bæri, sem ekkert gerir til, utan hvað það getur valdið ótta. Kostir: Plexus brachialis er auðvelt að finna á þessum stað. En ástæðan til þess, að deyfing bregzt er sú, að ekki er deyft á réttum stað. Með því að deyfa ekki, fyrr en sjúkl. finnur greini- lega sting niður í höndina, trygg- ir maður sér góðan árangur. Ef farið er eftir þessu mikilvæga atriði, bregzt plexus brachiaiis deyfing sjaldan. Axillar-deyfing. í axillu liggja stofnar allra tauga, sem fram í handlegginn fara í sama bandvefsslíðri og arteria og vena axillaris. Byggist axillar-block á því að sprauta deyfilyfi inn í þetta bandvefsslíð- ur. Velja má um tvær leiðir, þá efri og þá neðri. Efri axillar deyfing: Abductioi axlarlið. Nota langa og granna nál, palpera a. axillaris og stinga nálinni inn efst í holhöndinni yfir æðinni og beina henni upp á við, þar til slög æðarinnar hreyfa vel nálina. Sprauta þar 20 ml. 2% lidocain með adr. Neðri axillar deyfing: Deyfi- lyfi er sprautað inn í æða-tauga- slíðrið neðst í axillu, þar sem æð- in skiptir um nafn og heitir eftir það a.brachialis. Gallinn við þessa leið að taugunum er sá, að á þessu svæði hefur n.musculocut- aneus tekið sig út úr hópnum og skilið við n.medianus, sem hann var með í sama stofni (lateral cord) uppi í axillunni, og fer nú sínar eigin götur utan slíðursins gegnum eða aftan við m.coraco- brachialis, síðan á milli biceps og brachialis, um leið og hann inn- erverar þessa þrjá. Kemur síðan út undir húðina lateralt ofan við olnbogann og sér um sensibilitet radialt á framhandlegg. Til þess að ná til n. musculocutaneus með deyfilyfi eftir þessari leið, þarf lyfið að fljóta upp eftir æða- taugaslíðrinu. Til þess að svo megi verða, þarf að stasa neðan við staðinn, þar sem sprautað er. Aðferðin er annars þessi: 1) Handleggurinn í abductio. Arterian fundin, þar sem hún liggur medialt og aftan við caput breve á biceps. Sé maður í vafa um staðinn, finnst hann með því að láta sjúkl. spenna biceps Arterian finnst þá pulsera aftan til við kantinn á vöðvanum. Einn- ig má finna æða-taugaslíðrið með því að þrýsta þéttingsfast með fingri á áður nefnt svæði. Þegar taugarnar lenda á milli fingurs- ins annars vegar og humerus hins vegar, veldur það sjúkl. greinilegum sársauka. 2) Stasi bundinn um handlegg- inn, rétt ofan við insertio m. deltoideus. 3) Nota stutta og granna nál (nr. 16). Stungið inn að æðinni ofan við stasann. Þegar nógu langt er komið, hreyfist nálin með æða- slögunum. Nálin fyrst höfð aftan til við æðina, og þar sprautað 10 ml. lidocain m. adr. 2%. Nálin síðan færð fram fyrir æðina, og þar sprautað öðrum 10 ml.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.