Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 53

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 53
LÆKNANEMINN vt þjóðarinnar eru að verulegu leyti í höndum lækna. Mismunur á kröfu A og B er ekki svo mjög fólginn í ólíku námsefni, heldur fremur í valdi nemandans á námsefni. Liður B virðist því gera meiri kröfur til kennarans og til ýtarlegri kennslu. Um kröfu A eru allir sammála. Hins vegar geta menn deilt um kröfu B. Skoðun mín er sú, að það sé aðferðarlega rangt og siðferðilega ótækt af lækni að gera ekki upp árangur starfsins öðru hvoru. Vegna stórkostlegra árlegra framfara innan læknis- fræðinnar ætti ekki að veita lækni leyfi til þess að starfa sem sér- fræðingur nema til nokkurra ára í senn. Læknir er vísindamaður og þarf að hljóta menntun sem slík- ur. Líffræðilegt vandamál er reynt að skýra með lögmálum eðlis- og efnafræði. Framfarir í læknisfræði eru að verulegu leyti fólgnar í því að taka þessar tvær síðasttöldu greinar í þjónustu læknavísinda. Naumast þarf að taka fram, hversu öflug og afgerandi stærð- fræðin er sem hjálpartæki eðlis- og efnafræði. Af kröfu D leiðir m. a., þar sem stjórnun og skipulag heilbrigðis- mála eru að verulegu leyti í hönd- um lækna, að þjóðfélagið hlýtur að kref jast þess, að læknar viti vissa hluti um aðgerðarrannsóknir og notkun rafreikna (81,86). Hvernig á að Tcenna? Eins og fram hefur komið, tel ég heppilegt að skipta námsefninu í tvo hluta. Fyrri hlutann ætti að kenna þegar á fyrsta ári. Höfuðáherzla yrði lögð á talnameðferð, fram- setningu og einfalda hefðbundna tölfræði. Kennsla færi aðallega fram í fyrirlestrum, en auk þess 3mðu sérstakir umræðutímar, þar sem nemendur og kennari (kenn- arar) ræddu niðurstöður þar til gerðra verklegra æfinga. í slíkum verklegum æfingum þyrfti að- ferðar- og ályktunarfræðin að geta notið sín, og yrðu þær að öðru leyti hluti af verklegum æf- ingum í raungreinum t. d. efna- fræði. Nokkuð samstarf verður því að vera milli kennara þessara greina og kennarans í tölfræði. Nemendur yrðu óhjákvæmilega að leggja á sig nokkra heimavinnu, meðan þeir væru að tileinka sér frumhugtök tölfræðinnar. Síðari hlutann teldi ég heppi- legt að kenna, þegar námi í und- irstöðugreinum er lokið. Má fara yfir námsefnið á nokkrum önnum, sem ekki þurfa að vera samliggj- andi. Við nánara val námsefnis og tímasetningu kennslu á stærð- fræðikennarinn að hafa hliðsjón og samvinnu við kennara annarra greina. Ávinning-ur af slíkri sam- vinnu yrði, að nemandinn kynntist sjónarmiðum tveggja manna með ólíka menntun. Kennslan á aðal- lega að fara fram í umræðuhóp- um og heimavinna nemandans að vera hverfandi. Tilgangurinn er ekki að útskrifa tölfræðinga, heldur lækna, sem gera sér grein fyrir gildi stærðfræðinnar og möguleikum, eru dús við táknmál hennar og vita, hvenær þeir eiga að leita til stærðfræðinga. Lókaorð. Þegar ég hóf að rita grein þessa, varð mér fljótlega lióst, að efni þessu yrði ekki gerð viðhlítandi skil í stuttri grein sem þessari. Ég vil því benda á heimildir (81) og (86). Að lokum vil ég gefa F. Tatt- ersfield á tilraunastöðinni Rot-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.