Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 10
staph. aureus alltíður, þó ekki eins og í nefi. Úr saur
má rækta staph. aureus frá 10-20% af heilbrigöu
fólki.
Frá klasasýklaberum dreifast sýklarnir í umhverf-
ið. Þó eru berar mishættulegir í þessu tilliti, sumir
dreifa sínum sýklum mikið, aðrir lítið, karlar meira
en konur. Húðflögnun, t. d. vegna excems, eykur
dreifingarhættu mikið, því að sýklarnir geta notað
húðflögur sem farartæki út í umhverfið.3 Föt, vasa-
klútar, handklæði og rúmföt fólks, sem ber og dreif-
ir staph. aureus, geta sýklarnir mengast mikið og frá
þeim borist á hendur annars fólks út í andrúmsloft-
ið og á hluti í kring. Aðurnefnt þol klasasýkla gegn
þurrki hjálpar þeim til að halda lífi í langan tíma
utan mannslíkamans, á meðan þeir bíða eftir góð-
um vaxtarstað. Gefur auga leið, að sjúkrastofa, sem
margt fólk dvelst í um skemmri eða lengri tíma, er
fljót að mengast af þessum sýklum.
Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á vegum
sýkladeildar Rannsóknastofu Háskólans á tíðni
klasasýklabera hérlendis. Sú síðasta þessara athug-
ana var samanburður á tíðni fólks, sem ber coag.
jákvæða klasasýkla í nefi, annars vegar á almenn-
um vinnustað í Reykjavík og hins vegar meðal
starfsfólks 2ja deilda Landsspítalans.1 Eftirfarandi
tafla sýnir niðurstöður þessara athugana:
Nefstrok Klasasýkill coag. jákv. fannst hjá
Almennur vinnustaður 169 83 eða tæpl. 50%
j an.-febr. og nóv.-des. ’74
Starfsfólk 2ja deilda Lsp. 36 17 eða tæpl. 50%
jan.-febr. ’75
Samkvæmt þessum athugunum er ekki marktækur
munur á tíðni fólks með coag. jákv. klasasýkil í nefi
á almennum vinnustað og viðkomandi sjúkrahúsi.
Tekið skal fram, að starfsfólk spítalans hafði allt
unnið meira en mánuð á viðkomandi deild og flest
allmiklu lengur. Onnur deildin var skurðdeild, hin
lyfjadeild.
1 Könnun á starfsfólki 2ja deilda Landsspítalans var gerð
meff aðstoff Helgu Erlendsdóttur, meinatæknis.
8
Helstu sjíiktlómar, sem klttsasýklar
geta valdiS
Sjúkdómar í húð
Þar sem staph. albus er á húð allra, kemst hann
oft í ákomur á húð s. s. sár og afrifur og getur vald-
ið þar grunnum og meinlitlum ígerðum. Staph. aure-
us getur einnig komist í slíkar ákomur og er hann
hættulegri, þar sem hann veldur dýpri ígerðum og
meiri hætta er á, að hann komist í blóðbraut og
dreifist þannig til annarra líffæra. Staph. aureus
kemst mjög oft í brunasár og getur komist þaðan í
blóðbraut og valdið sepsis. Vissir stofnar af staph.
aureus geta brotist gegnum heila húð. Talið er að
þeir fari gegnum hársekki og noti lipasa til að greiða
sér leið. Þessir stofnar valda sýkingu undir húð í
formi kýla. Sumir einstaklingar fá slík kýli aftur og
aftur. Grynnri húðsýking orsakast af stofnum, sem
framleiða mikinn hyaluronidasa og valda skemmd-
um í epidermis. Dæmi um slíka sýkingu er impetigo
contagiosa og sycosis barbae. Þessir kvillar geta líka
orsakast af keðjusýklum eða báðum tegundum sam-
an. Nýfædd hörn, sem sýkjast af þessum stofnum
klasasýkla fá pemphigus neonatorum, sem lýsir sér
með húðhlöðrum og er hættulegt sýkingarform.
Meðferð á þessum kvillum með sýklalyfjum til inn-
stungu eða innlöku er talin nauðsynleg, ef þeir eru
taldir alvarlegir eði líklegir til að dreifa sér í blóð-
braut. Útvortis má nota duft eða smyrsl með efnum,
sem vinna á klasasýklum, þó má ekki nota á þann
hátt lyf, sem síðar gæti þurft að nota innvortis vegna
hættu á ofnæmismyndun við útvortisnotkunjna.
Hexachlorophen í sápu hjálpar til að útrýma kýla-
sýklum af húð, en ekki má nota það efni á húð ung-
barna vegna hættu á að það komist í afrifur, þaðan
sem það getur frásogast inn í blóðbraut og valdið
eiturverkunum á taugakerfi.
Sýking í og út frá munnholi og hálsi
Sem fyrr segir er staph. aureus ekki óalgengur í
munni og hálsi og getur því átt þátt í sýkingum eins
og tannkýlum og ígerðum í hálsi og afholum nefs.
Bakteríusýking í glandula parotis, sem fyrir kemur í
fólki, sem er of þurrt eða með minnkaða mótstöðu
gegn sýkingum, er langoftast af völdum staph. aur-
LÆKNANEMINN